Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 15:09 Fanganýlendan IK-2 er nærri bænum Pokrov, sem er um 85 kílómetra austur af Moskvu. Getty/Mikhail Metzel Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira