310 vikur sem sá besti í heimi og búinn að ná meti Roger Federer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 13:31 Novak Djokovic með bikarinn fyrir sigurinn á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir að hann vann það á dögunum. AP/Hamish Blair Novak Djokovic er áfram besti tennismaður heims og með því að halda sæti sínu á toppi heimslistans þá setti hann nýtt met. Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer. Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi. 3 1 0 weeks! Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021 Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján. „Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne. 310 weeks as number one in the world Yes my friend @djokernoleCelebrate #NoleFam Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021 „Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic. „Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic. Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras. "I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021 Tennis Serbía Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer. Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi. 3 1 0 weeks! Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021 Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján. „Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne. 310 weeks as number one in the world Yes my friend @djokernoleCelebrate #NoleFam Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021 „Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic. „Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic. Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras. "I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021
Tennis Serbía Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira