Sjö sendir til baka án gildra vottorða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 15:04 Frá störfum lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun. Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira