Safna ellefu milljónum til að mæta heilsuáskorunum Jóhannesar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 15:46 Jóhannes Stefánsson uppljóstrari Samherji Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Komið hefur verið á fót GoFundMe síðu til styrktar Jóhannesi Stefánssyni fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu til að fjármagna læknismeðferð sem hann segist þurfa á að halda. Jóhannes hefur sagt íslenska lækna telja að einkenni sem hann glími við komu heim og saman við einstakling sem eitrað hefur verið fyrir. Stefnt er á að safna 75 þúsund dollurum fyrir Jóhannes eða sem nemur um ellefu milljónum króna. Uppljóstrarasamtökin Whistleblowing International, ANA LOGO og Whistleblower Network News, National Whistleblower Center standa fyrir söfnuninni í gegnum GoFundMe. Jóhannes lak gögnum sem hann komst yfir í starfi sínu hjá Samherja sem hafa orðið tilefni dómsmáls í Namibíu og sakamálarannsóknar hér á landi. Ráðamenn í Namibíu og yfirmenn hjá Samherja eru sakaðir um að lögbrot varðandi viðskipti með fiskveiðirétt í Afríku. „Lækna í heimalandi hans Íslandi grunar að eitrað hafi verið fyrir honum. Ísland býr því miður ekki yfir bestu mögulegu tækjum og þjónustu á sviði læknisfræði til að greina um hvaða eitur ræðir og veita honum þá meðferð sem þarf. Hann þarf því alþjóðlega aðstoð,“ segir í frétt The Namibian sem vísar til tilkynningar vegna söfnunarinnar. Ekki kemur nánar fram í hverju tækjaskortur og þekking íslenska heilbrigðiskerfisins eigi að felast. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016 og segist Jóhannes í framhaldinu hafa flutt til Suður-Afríku þar sem öryggis hans hafi verið gætt allan sólarhringinn. Hann telur að eitrað hafi verið fyrir honum á hóteli í Suður-Afríku. Markmiðið hafi verið að ráða honum bana. Hann býr í dag á Íslandi og tjáði Namibian að hann tjái sig sjaldan um heilsu sína og vandamál henni tengd. „Ég hef ekki viljað segja margt um þetta en ég verð að gera eitthvað í þessu. Nú eru liðin fjögur ár og það er voðalega lítið sem ég get gert. Ég hef unnið í áætlun til að ná betri heilsu síðustu fjögur ár og gert allt sem mér hefur verið unnt,“ segir Jóhannes. Hann segir að fleira eigi eftir að koma fram er varðar Samherjaskjölin en hann hafi gert hvað hann geti gert. „Ég á eftir að komast í ýmislegt en afköstin takmarkast af heilsu minni út af einkennum mínum. En ég er alltaf jákvæður og bjartsýnn og þetta mun ganga upp á einn hátt eða annan.“ Einkenni sem hann glími við snúi meðal annars að skjálfta, sjóntruflunum, sársaukaverkjum um allan líkama, svima, höfuðverk og fleiru. „Ég verð að finna lausn á þessum heilsufarsvandamálum...og auvðitað koma lífi mínu aftur í gang, geta unnið og lifað. Og að berjast af enn meiri krafti gegn spillingu.“ 645 evrur hafa safnast þegar þessi frétt er skrifuð sem svarar til um hundrað þúsund króna. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Jóhannes hefur sagt íslenska lækna telja að einkenni sem hann glími við komu heim og saman við einstakling sem eitrað hefur verið fyrir. Stefnt er á að safna 75 þúsund dollurum fyrir Jóhannes eða sem nemur um ellefu milljónum króna. Uppljóstrarasamtökin Whistleblowing International, ANA LOGO og Whistleblower Network News, National Whistleblower Center standa fyrir söfnuninni í gegnum GoFundMe. Jóhannes lak gögnum sem hann komst yfir í starfi sínu hjá Samherja sem hafa orðið tilefni dómsmáls í Namibíu og sakamálarannsóknar hér á landi. Ráðamenn í Namibíu og yfirmenn hjá Samherja eru sakaðir um að lögbrot varðandi viðskipti með fiskveiðirétt í Afríku. „Lækna í heimalandi hans Íslandi grunar að eitrað hafi verið fyrir honum. Ísland býr því miður ekki yfir bestu mögulegu tækjum og þjónustu á sviði læknisfræði til að greina um hvaða eitur ræðir og veita honum þá meðferð sem þarf. Hann þarf því alþjóðlega aðstoð,“ segir í frétt The Namibian sem vísar til tilkynningar vegna söfnunarinnar. Ekki kemur nánar fram í hverju tækjaskortur og þekking íslenska heilbrigðiskerfisins eigi að felast. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016 og segist Jóhannes í framhaldinu hafa flutt til Suður-Afríku þar sem öryggis hans hafi verið gætt allan sólarhringinn. Hann telur að eitrað hafi verið fyrir honum á hóteli í Suður-Afríku. Markmiðið hafi verið að ráða honum bana. Hann býr í dag á Íslandi og tjáði Namibian að hann tjái sig sjaldan um heilsu sína og vandamál henni tengd. „Ég hef ekki viljað segja margt um þetta en ég verð að gera eitthvað í þessu. Nú eru liðin fjögur ár og það er voðalega lítið sem ég get gert. Ég hef unnið í áætlun til að ná betri heilsu síðustu fjögur ár og gert allt sem mér hefur verið unnt,“ segir Jóhannes. Hann segir að fleira eigi eftir að koma fram er varðar Samherjaskjölin en hann hafi gert hvað hann geti gert. „Ég á eftir að komast í ýmislegt en afköstin takmarkast af heilsu minni út af einkennum mínum. En ég er alltaf jákvæður og bjartsýnn og þetta mun ganga upp á einn hátt eða annan.“ Einkenni sem hann glími við snúi meðal annars að skjálfta, sjóntruflunum, sársaukaverkjum um allan líkama, svima, höfuðverk og fleiru. „Ég verð að finna lausn á þessum heilsufarsvandamálum...og auvðitað koma lífi mínu aftur í gang, geta unnið og lifað. Og að berjast af enn meiri krafti gegn spillingu.“ 645 evrur hafa safnast þegar þessi frétt er skrifuð sem svarar til um hundrað þúsund króna.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent