Viðtöl og umfjöllun: Keflavík - Haukar 74-75 | Fyrsta liðið til að vinna Keflavík Atli Arason skrifar 3. mars 2021 22:11 Haukarnir sóttu tvö stig til Keflavíkur. vísir/hulda margrét Keflavík byrjaði leik kvöldsins betur og voru með yfirhöndina framan af leikhlutanum þó svo að skotnýtingin hjá báðum liðum hafi ekki verið neitt frábær. Keflavík náði mest 7 stiga forystu en Haukarnir voru þó aldrei langt frá. Undir lok leikhlutans náðu þær að saxa á forskot Keflavíkur og nýjasta viðbót leikmannahópar Hauka, Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir, setti niður lokaskot leikhlutans fyrir utan þriggja stiga línuna og Haukar unnu fyrsta leikhlutan, 12-13. Haukarnir settu í sjötta gír í öðrum leikhluta og keyrðu yfir heimakonur sem voru alls ekki líkar sjálfum sér í þessum fyrri hálfleik. Sara Rún, var frábær í kvöld að öðrum leikmönnum gestanna ólöstuðum. Skotnýting Keflavíkur var ekki að virka gegn góðri vörn gestanna og Haukar bættu í forskot sitt og voru 9 stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja, 27-36. Það var þó allt annað Keflavíkur lið sem mætti út á gólfið í seinni hálfleik. Daniela Morillo fór þá almennilega í gang sem og flest allt Keflavíkur liðið. Keflavík vann þriðja leikhluta 14-12 og í fjórða leikhluta voru þær nánast óstöðvandi. Keflavík vann upp forskot Hauka og síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar þar sem liðinn skiptust á að jafna leikinn. Keflavík fékk tækifæri til að klára leikinn með síðustu sókn leiksins en skot Önnu Ingunnar vildi ekki ofan í og framlengja þurfti leikinn sem endaði 66-66 eftir venjulegan leiktíma. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur eftir að áhorfendabanni var aflétt og stemningin í stúkunni var rosaleg sem smitaðist út á gólfið. Leikurinn var hnífjafn. Þegar 2 sekúndur lifðu eftir af framlengingu fór Anna Ingunn í þriggja stiga tilraun sem klikkaði, Emelía Ósk náði frákastinu en skotið hennar geigaði líka. Haukar unnu því leikinn með einu stigi, 74-75 og fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. Af hverju unnu Haukar? Frábær annar leikhluti hjá Haukum spilaði stórt hlutverk þegar öll stigin voru talin í lok leiks. Í öðrum leikhluta voru þær óhræddar og báru enga virðingu fyrir 100% árangri Keflavíkur og bættu vel í forskot sitt. Á endanum var þetta bara eins stigs sigur, en skotnýting Hauka, 34% gegn 27% Keflavíkur og þau sex auka fráköst sem gestirnir áttu fram yfir heimakonur hjálpaði til þegar þær sigra leikinn með minnsta mögulega mun. Varnarleikur Hauka verður líka að fá sérstakt hrós í þessum leik. Hverjir stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir kom með 19 stig af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Tvíburasystir hennar, Bríet Sif, var frábær í vörn Hauka sem og Lovísa Björt. Alyesha Lovett hefur oft verið betri en hún setti samt niður 20 stig og var stigahæst í liði gestanna. Í liði Keflavíkur var Daniela Morillo frábær eins og oft áður en hún var bara aðeins of sein að komast í gang. Daniela endaði leikinn stigahæst allra með 26 stig ásamt því að taka heil 30 fráköst sem er nánast ótrúlegt. Daniela hitti þó ekki úr neinni af sínum 6 þriggja stiga tilraunum í kvöld. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga heimaleik næst sem er kærkomið þegar áhorfendum er hleypt aftur í hallirnar. Haukar fá KR-inga í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti Breiðablik. Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka. vísir/hulda margrét Baddi: Áhorfendaleysið var orðið drepleiðinlegt Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var vissulega glaður þegar hann mætti í viðtal eftir leik eftir að hafa sigrað sterkt lið Keflavíkur. „Ég er ánægður. Stelpurnar voru að leggja sig fram og gáfu allt í þetta fram á síðustu mínútu. Við töluðum um það fyrir leik að þó að spilamennskan sé ekki alltaf fullkomin þá verðum við samt að halda áfram. Mér fannst við vera frábærar í dag. Við gáfumst aldrei upp. Þær koma til baka og við náum forystu, þær koma aftur til baka og við náum aftur forystu. Við héldum takti og ég er ánægður með það,“ sagði Baddi. Frábær fyrri hálfleikur Hauka skapaði forskot sem Keflavík átti erfitt með að brúa og Baddi var ánægður með ákvarðanatöku liðsins í sókninni ásamt góðum varnarleik. „Við byrjuðum ekkert svo vel fyrstu 2-3 mínúturnar en svo kom þetta þegar við náum smá ró og aga í sóknarleiknum hjá okkur. Við viljum hlaupa en það vantar stundum aðeins upp á það að tengja á milli hvenær við eigum að taka snöggu skotin og hvenær við eigum að fara aðeins dýpra. Þegar við náum því þá gengur ágætlega sóknarlega. Varnarlega vorum við solid nánast allan tímann, það kannski kláraði leikinn fyrir okkur.“ Leikurinn í kvöld var fyrsti tapleikur toppliðs Keflavíkur á tímabilinu eftir 10 umferðir. Baddi kveðst ekkert hafa verið að spá í því hvernig tímabilið hafi þróast fram að þessu fyrir leikinn. „Ég var ekki mikið að hugsa um það hvort Keflavík væri taplaust eða ekki. Við erum bara að reyna að þróa okkar leik og verða betri. Auðvitað er stór áskorun að koma hingað til Keflavíkur og mæta þeim, þær eru búnar að vera að spila mjög vel. Við vissum alveg að við ættum séns í þær þó svo að við vorum búnar að tapa einhverjum leikjum og þær ekki neinum. Við erum með fínt lið og vonandi eigum við bara eftir að verða betri.“ Haukar spila við KR næst í fyrsta heimaleik sínum eftir að áhorfendabanninu var aflétt. Badda hlakkar mikið til þess að fá áhorfendur aftur í Ólafssal sérstaklega eftir að hafa upplifað frábæra stemningu af pöllunum í kvöld. „Það var frábært að hafa áhorfendur í kvöld, það voru einhver öskur á mann og einhverjir að tuða en þetta er bara allt annað. Áhorfendaleysið var orðið drepleiðinlegt. Maður getur rétt ímyndað sér ef það hefðu ekki verið áhorfendur í kvöld í svona spennandi leik þá hefði þetta ekki verið sama upplifunin. Það verður frábært að fara á Ásvelli í næstu viku, fá áhorfendur og halda áfram,“ sagði sigurreifur þjálfari Hauka að lokum. Jón Halldór Eðvaldsson. Jón Halldór: „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta“ Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ansi heitt í hamsi í viðtali eftir tapið gegn Haukum í framlengdum leik Dominos deildinni í kvöld. Jón var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í kvöld og lét KKÍ heyra það. „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar
Keflavík byrjaði leik kvöldsins betur og voru með yfirhöndina framan af leikhlutanum þó svo að skotnýtingin hjá báðum liðum hafi ekki verið neitt frábær. Keflavík náði mest 7 stiga forystu en Haukarnir voru þó aldrei langt frá. Undir lok leikhlutans náðu þær að saxa á forskot Keflavíkur og nýjasta viðbót leikmannahópar Hauka, Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir, setti niður lokaskot leikhlutans fyrir utan þriggja stiga línuna og Haukar unnu fyrsta leikhlutan, 12-13. Haukarnir settu í sjötta gír í öðrum leikhluta og keyrðu yfir heimakonur sem voru alls ekki líkar sjálfum sér í þessum fyrri hálfleik. Sara Rún, var frábær í kvöld að öðrum leikmönnum gestanna ólöstuðum. Skotnýting Keflavíkur var ekki að virka gegn góðri vörn gestanna og Haukar bættu í forskot sitt og voru 9 stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja, 27-36. Það var þó allt annað Keflavíkur lið sem mætti út á gólfið í seinni hálfleik. Daniela Morillo fór þá almennilega í gang sem og flest allt Keflavíkur liðið. Keflavík vann þriðja leikhluta 14-12 og í fjórða leikhluta voru þær nánast óstöðvandi. Keflavík vann upp forskot Hauka og síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar þar sem liðinn skiptust á að jafna leikinn. Keflavík fékk tækifæri til að klára leikinn með síðustu sókn leiksins en skot Önnu Ingunnar vildi ekki ofan í og framlengja þurfti leikinn sem endaði 66-66 eftir venjulegan leiktíma. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur eftir að áhorfendabanni var aflétt og stemningin í stúkunni var rosaleg sem smitaðist út á gólfið. Leikurinn var hnífjafn. Þegar 2 sekúndur lifðu eftir af framlengingu fór Anna Ingunn í þriggja stiga tilraun sem klikkaði, Emelía Ósk náði frákastinu en skotið hennar geigaði líka. Haukar unnu því leikinn með einu stigi, 74-75 og fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. Af hverju unnu Haukar? Frábær annar leikhluti hjá Haukum spilaði stórt hlutverk þegar öll stigin voru talin í lok leiks. Í öðrum leikhluta voru þær óhræddar og báru enga virðingu fyrir 100% árangri Keflavíkur og bættu vel í forskot sitt. Á endanum var þetta bara eins stigs sigur, en skotnýting Hauka, 34% gegn 27% Keflavíkur og þau sex auka fráköst sem gestirnir áttu fram yfir heimakonur hjálpaði til þegar þær sigra leikinn með minnsta mögulega mun. Varnarleikur Hauka verður líka að fá sérstakt hrós í þessum leik. Hverjir stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir kom með 19 stig af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Tvíburasystir hennar, Bríet Sif, var frábær í vörn Hauka sem og Lovísa Björt. Alyesha Lovett hefur oft verið betri en hún setti samt niður 20 stig og var stigahæst í liði gestanna. Í liði Keflavíkur var Daniela Morillo frábær eins og oft áður en hún var bara aðeins of sein að komast í gang. Daniela endaði leikinn stigahæst allra með 26 stig ásamt því að taka heil 30 fráköst sem er nánast ótrúlegt. Daniela hitti þó ekki úr neinni af sínum 6 þriggja stiga tilraunum í kvöld. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga heimaleik næst sem er kærkomið þegar áhorfendum er hleypt aftur í hallirnar. Haukar fá KR-inga í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti Breiðablik. Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka. vísir/hulda margrét Baddi: Áhorfendaleysið var orðið drepleiðinlegt Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var vissulega glaður þegar hann mætti í viðtal eftir leik eftir að hafa sigrað sterkt lið Keflavíkur. „Ég er ánægður. Stelpurnar voru að leggja sig fram og gáfu allt í þetta fram á síðustu mínútu. Við töluðum um það fyrir leik að þó að spilamennskan sé ekki alltaf fullkomin þá verðum við samt að halda áfram. Mér fannst við vera frábærar í dag. Við gáfumst aldrei upp. Þær koma til baka og við náum forystu, þær koma aftur til baka og við náum aftur forystu. Við héldum takti og ég er ánægður með það,“ sagði Baddi. Frábær fyrri hálfleikur Hauka skapaði forskot sem Keflavík átti erfitt með að brúa og Baddi var ánægður með ákvarðanatöku liðsins í sókninni ásamt góðum varnarleik. „Við byrjuðum ekkert svo vel fyrstu 2-3 mínúturnar en svo kom þetta þegar við náum smá ró og aga í sóknarleiknum hjá okkur. Við viljum hlaupa en það vantar stundum aðeins upp á það að tengja á milli hvenær við eigum að taka snöggu skotin og hvenær við eigum að fara aðeins dýpra. Þegar við náum því þá gengur ágætlega sóknarlega. Varnarlega vorum við solid nánast allan tímann, það kannski kláraði leikinn fyrir okkur.“ Leikurinn í kvöld var fyrsti tapleikur toppliðs Keflavíkur á tímabilinu eftir 10 umferðir. Baddi kveðst ekkert hafa verið að spá í því hvernig tímabilið hafi þróast fram að þessu fyrir leikinn. „Ég var ekki mikið að hugsa um það hvort Keflavík væri taplaust eða ekki. Við erum bara að reyna að þróa okkar leik og verða betri. Auðvitað er stór áskorun að koma hingað til Keflavíkur og mæta þeim, þær eru búnar að vera að spila mjög vel. Við vissum alveg að við ættum séns í þær þó svo að við vorum búnar að tapa einhverjum leikjum og þær ekki neinum. Við erum með fínt lið og vonandi eigum við bara eftir að verða betri.“ Haukar spila við KR næst í fyrsta heimaleik sínum eftir að áhorfendabanninu var aflétt. Badda hlakkar mikið til þess að fá áhorfendur aftur í Ólafssal sérstaklega eftir að hafa upplifað frábæra stemningu af pöllunum í kvöld. „Það var frábært að hafa áhorfendur í kvöld, það voru einhver öskur á mann og einhverjir að tuða en þetta er bara allt annað. Áhorfendaleysið var orðið drepleiðinlegt. Maður getur rétt ímyndað sér ef það hefðu ekki verið áhorfendur í kvöld í svona spennandi leik þá hefði þetta ekki verið sama upplifunin. Það verður frábært að fara á Ásvelli í næstu viku, fá áhorfendur og halda áfram,“ sagði sigurreifur þjálfari Hauka að lokum. Jón Halldór Eðvaldsson. Jón Halldór: „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta“ Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ansi heitt í hamsi í viðtali eftir tapið gegn Haukum í framlengdum leik Dominos deildinni í kvöld. Jón var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í kvöld og lét KKÍ heyra það. „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti