Umfjöllun: Tindastóll - KR 99-104 | Enn einn útisigur KR en Stólarnir í vandræðum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. mars 2021 21:59 Úr fyrri leik liðanna. Það va einnig hart barist í Síkinu í kvöld þar sem gestirnir fóru burt með stigin tvö í farteskinu. vísir/Elín Björg KR vann fimm stiga sigur á Tindastól, 104-99, er liðin mættust í Síkinu í kvöld. Tindastóll hefur tapað þremur leikjum í röð í Domino's deild karla en KR er að finna taktinn. Þeir virðast einnig elska að spila á útivöllum landsins. Staðan er í raun graf alvarleg á Sauðárkróki. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og Þór Akureyri, Valur og Höttur anda ofan í hálsmálið á þeim í keppninni um úrslitakeppnissæti. Síkið, sem hefur verið sterkur heimavöllur í gegnum tíðina, hefur skilað tveimur heimasigrum í sex tilraunum á þessari leiktíð. Það er hins vegar annar bragur yfir KR. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með átján stig, sex stigum á undan ÍR sem er sæti neðar. KR-liðið var að vinna sinn fimmta leik í röð en liðið hefur unnið alla sjö útileiki sína á leiktíðinni. Þeir elska að spila fyrir utan Vesturbæinn. Að leik kvöldsins. Leikurinn var afar jafn og skemmtilegur í raun alla leikinn. KR-ingarnir voru þó oftar yfir en náðu mest níu stiga forystu og þegar uppi er staðið er erfitt að þræta fyrir það að sigur gestanna úr höfuðborginni hafi verið ósanngjarn. Tyler Sabin var magnaður. Hann gerði afar vel í liði KR, einu sinni sem oftar á þessari leiktíð, en hann bar KR-liðið á herðum sér. Stólarnir bitu þó frá sér í leiknum og veittu gestunum hörku leik, sem er auðvitað þræleðlilegt enda með mannskapinn og rúmlega það, en þessar rispur voru ekki nægilega langar. Af hverju vann KR? Reynsla, gæði og Tyler Sabin. Ég myndi segja að þessi þrjú atrði hafi skipt sköpum er uppi var staðið. Bæði lið höfðu ekki svo mikinn áhuga á varnarleik í kvöld enda oftast mikið skorað er Íslandsmeistararnir eru nálægt. Brynjar Þór Björnsson, Matthías Orri Sigurðarson, Jakob Sigurðarson, Helgi Már Magnússon. Ég gæti haldið áfram. Þeir kunna þetta bara og lokuðu þessum leik. Hverjr stóðu upp úr? Títt nefndur Tyler. 36 stig, takk fyrir og 41 í framlagi. Þar að auki tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Brandon Nazione gerði einnig sitt í baráttunni við stóru strákanna hjá Stólunum. Hann skilaði ellefu stigum, sjö fráköstum og þremur stoðsendingum. Matthías Orri gerði svo fjórtán stig. Hjá Tindastól var Tomsick stigahæstur með 27 stig. Hann hitti úr fimmtíu prósentum þriggja stiga skotum sínum eða sjö talsins. Hann var einnig með fimm stoðsendingar. Flenard Whitfield var að spila sinn fyrsta leik fyrir Stólanna í kvöld og hann átti góðan leik á meðan Shawn Glower varð að gera sér að góðu að sitja utan hóps. Hann kom vel inn í þetta og skilaði 22 stigum og sextán fráköstum. Flott byrjun. Hvað gekk illa? Tindastól að vinna leiki. Sjálfstraustið er greinilega ekki mikið í liðinu. Það er eins og það vanti enn meiri orku og auðvitað betri varnarleik, þar sem það er erfitt að vinna körfuboltaleiki er maður fær á sig 104 stig. Það eru ekki jákvæð teikn á lofti á Sauðárkróki en mannskapurinn er til staðar til að rífa liðið í gang, svo mikið er víst. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli og liðin leika aftur í vikunni. Tindastóll spilar gegn Njarðvík á föstudagskvöldið í Njarðvík á meðan Valur heimsækir KR á fimmtudagskvöldið. Þar er á ferðinni ansi áhugaverður leikur enda margir KR-ingar í herbúðum Hlíðarendaliðsins. Báðir þessir leikir eru í beinni útsendingu í heimili körfuboltans; Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Tindastóll
KR vann fimm stiga sigur á Tindastól, 104-99, er liðin mættust í Síkinu í kvöld. Tindastóll hefur tapað þremur leikjum í röð í Domino's deild karla en KR er að finna taktinn. Þeir virðast einnig elska að spila á útivöllum landsins. Staðan er í raun graf alvarleg á Sauðárkróki. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og Þór Akureyri, Valur og Höttur anda ofan í hálsmálið á þeim í keppninni um úrslitakeppnissæti. Síkið, sem hefur verið sterkur heimavöllur í gegnum tíðina, hefur skilað tveimur heimasigrum í sex tilraunum á þessari leiktíð. Það er hins vegar annar bragur yfir KR. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með átján stig, sex stigum á undan ÍR sem er sæti neðar. KR-liðið var að vinna sinn fimmta leik í röð en liðið hefur unnið alla sjö útileiki sína á leiktíðinni. Þeir elska að spila fyrir utan Vesturbæinn. Að leik kvöldsins. Leikurinn var afar jafn og skemmtilegur í raun alla leikinn. KR-ingarnir voru þó oftar yfir en náðu mest níu stiga forystu og þegar uppi er staðið er erfitt að þræta fyrir það að sigur gestanna úr höfuðborginni hafi verið ósanngjarn. Tyler Sabin var magnaður. Hann gerði afar vel í liði KR, einu sinni sem oftar á þessari leiktíð, en hann bar KR-liðið á herðum sér. Stólarnir bitu þó frá sér í leiknum og veittu gestunum hörku leik, sem er auðvitað þræleðlilegt enda með mannskapinn og rúmlega það, en þessar rispur voru ekki nægilega langar. Af hverju vann KR? Reynsla, gæði og Tyler Sabin. Ég myndi segja að þessi þrjú atrði hafi skipt sköpum er uppi var staðið. Bæði lið höfðu ekki svo mikinn áhuga á varnarleik í kvöld enda oftast mikið skorað er Íslandsmeistararnir eru nálægt. Brynjar Þór Björnsson, Matthías Orri Sigurðarson, Jakob Sigurðarson, Helgi Már Magnússon. Ég gæti haldið áfram. Þeir kunna þetta bara og lokuðu þessum leik. Hverjr stóðu upp úr? Títt nefndur Tyler. 36 stig, takk fyrir og 41 í framlagi. Þar að auki tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Brandon Nazione gerði einnig sitt í baráttunni við stóru strákanna hjá Stólunum. Hann skilaði ellefu stigum, sjö fráköstum og þremur stoðsendingum. Matthías Orri gerði svo fjórtán stig. Hjá Tindastól var Tomsick stigahæstur með 27 stig. Hann hitti úr fimmtíu prósentum þriggja stiga skotum sínum eða sjö talsins. Hann var einnig með fimm stoðsendingar. Flenard Whitfield var að spila sinn fyrsta leik fyrir Stólanna í kvöld og hann átti góðan leik á meðan Shawn Glower varð að gera sér að góðu að sitja utan hóps. Hann kom vel inn í þetta og skilaði 22 stigum og sextán fráköstum. Flott byrjun. Hvað gekk illa? Tindastól að vinna leiki. Sjálfstraustið er greinilega ekki mikið í liðinu. Það er eins og það vanti enn meiri orku og auðvitað betri varnarleik, þar sem það er erfitt að vinna körfuboltaleiki er maður fær á sig 104 stig. Það eru ekki jákvæð teikn á lofti á Sauðárkróki en mannskapurinn er til staðar til að rífa liðið í gang, svo mikið er víst. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli og liðin leika aftur í vikunni. Tindastóll spilar gegn Njarðvík á föstudagskvöldið í Njarðvík á meðan Valur heimsækir KR á fimmtudagskvöldið. Þar er á ferðinni ansi áhugaverður leikur enda margir KR-ingar í herbúðum Hlíðarendaliðsins. Báðir þessir leikir eru í beinni útsendingu í heimili körfuboltans; Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti