Stjórnvöld þyrftu að koma að ákvörðun um að hætta útburði bréfa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2021 13:38 Ársreikningur Íslandspósts var kynntur á aðalfundi félagsins í gær. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur getur ekki tekið einhliða ákvörðun um að hætta að bera út bréfpóst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti sem barst upp úr hádegi í dag þar sem segir að Íslandspóstur sé ekki að íhuga að hætta að bera út bréfpóst líkt og ráða mátti af fréttum í morgun. Morgunblaðið greindi frá því í dag, og hafði eftir forstjóra Íslandspósts, að ein þeirra leiða sem hægt væri að fara ef gengið yrði lengra í hagræðingu, væri að hætta að bera út bréf. Vísir vitnaði til þeirrar fréttar í morgun þar sem einnig er fjallað um ársreikning félagsins sem kynntur var á aðalfundi félagsins í gær. Í tilkynningu að því tilefni í gær sagði Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, að pökkum hafi haldið áfram að fjölga í kerfi Íslandspósts á sama tíma og bréfasendingum hafi fækkað um 80% frá aldamótum. Fyrirséð væri að sú þróun muni að halda áfram og hafa mikil áhrif á rekstur félagsins. „Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ sagði meðal annars í tilkynningunni. Í tilkynningunni sem Íslandspóstur sendi fjölmiðlum í dag í tilefni af fréttaflutningi segir hins vegar að það sé ekki rétt að Íslandspóstur sé að íhuga að hætta að bera út bréfpóst: „Íslandspóstur er ekki að íhuga að hætta að bera út bréfapóst enda getur félagið ekki tekið einhliða ákvörðun um slíkt eða um aðra þætti sem snúa að alþjónustuskyldu. Í viðtalinu sem um ræðir var einungis verið að velta upp leiðum sem ríkið gæti farið til að lækka kostnaðargrundvöll á alþjónustu, hvort sem um ræðir rafræna afhendingu bréfa, póstkassavörður eða aðrar útfærslur. Það er ljóst að til framtíðar verður að skoða þjónustustig og útfærslu bréfadreifingar enda mun fækkun bréfa óhjákvæmilega leiða til meiri kostnaðar. Íslandspóstur ítrekar hins vegar að allar ákvarðanir er varða alþjónustu eru teknar af stjórnvöldum en Íslandspóstur vinnur eftir settum lögum og reglum hverju sinni,” segir í tilkynningunni frá Íslandsósti. Í frétt mbl.is sem birtist upp úr hádegi í dag er áréttað að Morgunblaðið hafi spurt forstjórann sérstaklega um þennan þátt í umræddu viðtali og að forstjórinn hafi samþykkt textann fyrir birtingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Pósturinn Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag, og hafði eftir forstjóra Íslandspósts, að ein þeirra leiða sem hægt væri að fara ef gengið yrði lengra í hagræðingu, væri að hætta að bera út bréf. Vísir vitnaði til þeirrar fréttar í morgun þar sem einnig er fjallað um ársreikning félagsins sem kynntur var á aðalfundi félagsins í gær. Í tilkynningu að því tilefni í gær sagði Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, að pökkum hafi haldið áfram að fjölga í kerfi Íslandspósts á sama tíma og bréfasendingum hafi fækkað um 80% frá aldamótum. Fyrirséð væri að sú þróun muni að halda áfram og hafa mikil áhrif á rekstur félagsins. „Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ sagði meðal annars í tilkynningunni. Í tilkynningunni sem Íslandspóstur sendi fjölmiðlum í dag í tilefni af fréttaflutningi segir hins vegar að það sé ekki rétt að Íslandspóstur sé að íhuga að hætta að bera út bréfpóst: „Íslandspóstur er ekki að íhuga að hætta að bera út bréfapóst enda getur félagið ekki tekið einhliða ákvörðun um slíkt eða um aðra þætti sem snúa að alþjónustuskyldu. Í viðtalinu sem um ræðir var einungis verið að velta upp leiðum sem ríkið gæti farið til að lækka kostnaðargrundvöll á alþjónustu, hvort sem um ræðir rafræna afhendingu bréfa, póstkassavörður eða aðrar útfærslur. Það er ljóst að til framtíðar verður að skoða þjónustustig og útfærslu bréfadreifingar enda mun fækkun bréfa óhjákvæmilega leiða til meiri kostnaðar. Íslandspóstur ítrekar hins vegar að allar ákvarðanir er varða alþjónustu eru teknar af stjórnvöldum en Íslandspóstur vinnur eftir settum lögum og reglum hverju sinni,” segir í tilkynningunni frá Íslandsósti. Í frétt mbl.is sem birtist upp úr hádegi í dag er áréttað að Morgunblaðið hafi spurt forstjórann sérstaklega um þennan þátt í umræddu viðtali og að forstjórinn hafi samþykkt textann fyrir birtingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Pósturinn Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira