Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2021 07:01 Þormóður Árni Jónsson ber fána Íslands inn á Maracana leikvanginn í Ríó þann 5. ágúst 2016. Getty/Lars Baron Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að Þormóður, sem er nýorðinn 38 ára, hafi veist með ofbeldi að 34 ára gömlum dyraverði fyrir utan Lebowski Bar og slegið hann með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að dyravörðurinn hlaut áverka fyrir framan vinstra eyra. Brotið telst varða við 217. grein almennra hegningarlaga en viðurlög við brotum á lögunum varða að hámarki sex mánaða fangelsi nema brotið sé mjög alvarlegt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en Þormóður neitar sök. Þormóður vildi lítið tjá sig um málið við Vísi enda væri langt í frá að niðurstaða væri komin í málið. „Ég réðst ekki á neinn, það er bara þannig. Þetta er bara vitleysa,“ sagði Þormóður. Þormóður er einn besti júdókappi sem Ísland hefur alið. Hann keppti fyrir Íslands hönd á þrennum Ólympíuleikum; í Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016 þegar hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera fánaberi Íslands. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands. Dómsmál Júdó Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að Þormóður, sem er nýorðinn 38 ára, hafi veist með ofbeldi að 34 ára gömlum dyraverði fyrir utan Lebowski Bar og slegið hann með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að dyravörðurinn hlaut áverka fyrir framan vinstra eyra. Brotið telst varða við 217. grein almennra hegningarlaga en viðurlög við brotum á lögunum varða að hámarki sex mánaða fangelsi nema brotið sé mjög alvarlegt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en Þormóður neitar sök. Þormóður vildi lítið tjá sig um málið við Vísi enda væri langt í frá að niðurstaða væri komin í málið. „Ég réðst ekki á neinn, það er bara þannig. Þetta er bara vitleysa,“ sagði Þormóður. Þormóður er einn besti júdókappi sem Ísland hefur alið. Hann keppti fyrir Íslands hönd á þrennum Ólympíuleikum; í Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016 þegar hann var þess heiðurs aðnjótandi að vera fánaberi Íslands. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands.
Dómsmál Júdó Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira