LLCP kaupir meirihluta í Creditinfo Group Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 11:12 Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo Framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) hefur keypt meirihluta hlutafjár Creditinfo Group, móðurfélags Creditinfo á Íslandi. Frá þessu segir í tilkynningu, en Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim. Í tilkynningunni segir að aðkoma LLCP sé áfangi í vexti Creditinfo, sem leiðandi fyrirtækis á heimsvísu við miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga til ákvarðanatöku. Ekkert segir um kaupverð. „Stöðug og vaxandi eftirspurn er eftir lausnum og greiningartólum Creditinfo. Með nýrri skipan í hluthafahópi Creditinfo fæst aukinn drifkraftur og ný stefna í vaxtaráætlanir fyrirtækisins um leið og samfellu er viðhaldið í rekstrinum, en Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, heldur sæti í stjórn og er jafnframt annar stærsti hluthafi félagsins. Paul Randall, sem gekk til liðs við Creditinfo árið 2007, leiðir fyrirtækið í næsta vaxtarfasa sem nýráðinn forstjóri samstæðunnar og kemur til með að vinna náið með Reyni og LLCP. Stjórnendahópur og stefna Creditinfo á Íslandi er óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Paul Randall, forstjóra Creditinfo Group.Creditinfo Levine Leichtman Capital Partners Um Levine Leichtman Capital Partners, LLC, segir að það sé framtakssjóður sem einbeiti sér að fyrirtækjum af miðmarkaðsstærð. „Saga sjóðsins í markvissum fjárfestingum í ólíkum geirum, þar með talið á sviðið sérleyfa, fagþjónustu, menntunar og vöruframleiðslu, teygir sig 37 ár aftur í tímann. Fjárfestingarstefna LLCP byggir á fjölbreyttum fjárfestingum í hlutafélögum, sem sameinar skuldafjárfestingar og fjárfestingar í hlutafé í eignasafnsfyrirtækjum. Þessi einstaka samsetning býður stjórnendum og frumkvöðlum markvissari lausn sem um leið skilar vexti og tekjum með verulega skertri áhættu. Fyrir teymi sérfræðinga LLCP á sviði fjárfestinga á heimsvísu fara sjö meðeigendur sem að meðaltali hafa starfað hjá LLCP í 21 ár. Frá stofnun hefur LLCP haft umsjón með um það bil 11,7 milljörðum Bandaríkjadala af stofnanafjármagni í 14 fjárfestingarsjóðum og hefur fjárfest í yfir 90 eignasafnsfyrirtækjum. Eignir í stýringu hjá LLCP nema nú um 7,8 milljörðum dala, þar með talið í nýjasta flaggskipssjóði LLCP, Levine Leichtman Capital Partners VI, LP, sem hafði, í árslok 2018, fjárfest fyrir 2,5 milljarða dala og nýjasti sjóðurinn í Evrópu, Levine Leichtman Capital Partners Europe II SCSp, sem hafði fjárfest fyrir 463 milljónir evra í árslok 2020. Skrifstofur eru í Los Angeles, New York, Chicago, Charlotte, Miami , London, Stokkhólmi og Haag.“ Upplýsingatækni Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu, en Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim. Í tilkynningunni segir að aðkoma LLCP sé áfangi í vexti Creditinfo, sem leiðandi fyrirtækis á heimsvísu við miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga til ákvarðanatöku. Ekkert segir um kaupverð. „Stöðug og vaxandi eftirspurn er eftir lausnum og greiningartólum Creditinfo. Með nýrri skipan í hluthafahópi Creditinfo fæst aukinn drifkraftur og ný stefna í vaxtaráætlanir fyrirtækisins um leið og samfellu er viðhaldið í rekstrinum, en Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, heldur sæti í stjórn og er jafnframt annar stærsti hluthafi félagsins. Paul Randall, sem gekk til liðs við Creditinfo árið 2007, leiðir fyrirtækið í næsta vaxtarfasa sem nýráðinn forstjóri samstæðunnar og kemur til með að vinna náið með Reyni og LLCP. Stjórnendahópur og stefna Creditinfo á Íslandi er óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Paul Randall, forstjóra Creditinfo Group.Creditinfo Levine Leichtman Capital Partners Um Levine Leichtman Capital Partners, LLC, segir að það sé framtakssjóður sem einbeiti sér að fyrirtækjum af miðmarkaðsstærð. „Saga sjóðsins í markvissum fjárfestingum í ólíkum geirum, þar með talið á sviðið sérleyfa, fagþjónustu, menntunar og vöruframleiðslu, teygir sig 37 ár aftur í tímann. Fjárfestingarstefna LLCP byggir á fjölbreyttum fjárfestingum í hlutafélögum, sem sameinar skuldafjárfestingar og fjárfestingar í hlutafé í eignasafnsfyrirtækjum. Þessi einstaka samsetning býður stjórnendum og frumkvöðlum markvissari lausn sem um leið skilar vexti og tekjum með verulega skertri áhættu. Fyrir teymi sérfræðinga LLCP á sviði fjárfestinga á heimsvísu fara sjö meðeigendur sem að meðaltali hafa starfað hjá LLCP í 21 ár. Frá stofnun hefur LLCP haft umsjón með um það bil 11,7 milljörðum Bandaríkjadala af stofnanafjármagni í 14 fjárfestingarsjóðum og hefur fjárfest í yfir 90 eignasafnsfyrirtækjum. Eignir í stýringu hjá LLCP nema nú um 7,8 milljörðum dala, þar með talið í nýjasta flaggskipssjóði LLCP, Levine Leichtman Capital Partners VI, LP, sem hafði, í árslok 2018, fjárfest fyrir 2,5 milljarða dala og nýjasti sjóðurinn í Evrópu, Levine Leichtman Capital Partners Europe II SCSp, sem hafði fjárfest fyrir 463 milljónir evra í árslok 2020. Skrifstofur eru í Los Angeles, New York, Chicago, Charlotte, Miami , London, Stokkhólmi og Haag.“
Upplýsingatækni Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira