Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2021 16:28 Veitingastaðurinn Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu. Aðsend/Samsett Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segist hann stefna að því að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús við Tryggvagötu með haustinu í einni af hans uppáhalds byggingum í Reykjavík. I'm opening a coffee shop with a small movie theater! We got the ground floor of one of my favorite buildings in Reykjavik and if all goes as planned we ll be ready to open in the fall. pic.twitter.com/gMHxO3IbJh— Halli (@iamharaldur) March 9, 2021 Hinn vinsæli veitingastaður Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu en honum var lokað síðla árs 2019. Félagið Original Fish & Chips ehf. seldi eignina til Unnarstígs ehf. fyrir 135 milljónir króna í janúar samkvæmt þinglýstum kaupsamningi. Jarðhæðin er 387 fermetrar að stærð og er fasteignamat hæðarinnar 159,5 milljónir króna. Haraldur bjó í San Francisco í fimm ár en flutti í fyrra aftur heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Hann er nú eini starfsmaður Twitter á Íslandi. Haraldur hefur í nógu að snúast þessa daganna en auk þess að stefna að kaffihúsarekstri kemur hann að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkurborgar og verkefninu Römpum upp Reykjavík. Hyggst sjóðurinn setja upp hundrað rampa fyrir fólk á hjólastólum í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum. Mbl.is greindi frá því í janúar að félag Haraldar hafi fest kaup á glæsiíbúð Kalla í Pelsinum sem stendur við Tryggvagötu 18a. Það verður því stutt fyrir Harald að komast á kaffihúsið þegar að því kemur. Lítill kvikmyndasalur er í húsinu.Eg Fasteignamiðlun Jarðhæðin er innréttuð sem veitingasalur, kvikmyndasalur og verslunarrými.Eg fasteignamiðlun Veitingasalurinn á Tryggvagötu 11. Eg fasteignamiðlun Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þar segist hann stefna að því að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús við Tryggvagötu með haustinu í einni af hans uppáhalds byggingum í Reykjavík. I'm opening a coffee shop with a small movie theater! We got the ground floor of one of my favorite buildings in Reykjavik and if all goes as planned we ll be ready to open in the fall. pic.twitter.com/gMHxO3IbJh— Halli (@iamharaldur) March 9, 2021 Hinn vinsæli veitingastaður Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu en honum var lokað síðla árs 2019. Félagið Original Fish & Chips ehf. seldi eignina til Unnarstígs ehf. fyrir 135 milljónir króna í janúar samkvæmt þinglýstum kaupsamningi. Jarðhæðin er 387 fermetrar að stærð og er fasteignamat hæðarinnar 159,5 milljónir króna. Haraldur bjó í San Francisco í fimm ár en flutti í fyrra aftur heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Hann er nú eini starfsmaður Twitter á Íslandi. Haraldur hefur í nógu að snúast þessa daganna en auk þess að stefna að kaffihúsarekstri kemur hann að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkurborgar og verkefninu Römpum upp Reykjavík. Hyggst sjóðurinn setja upp hundrað rampa fyrir fólk á hjólastólum í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum. Mbl.is greindi frá því í janúar að félag Haraldar hafi fest kaup á glæsiíbúð Kalla í Pelsinum sem stendur við Tryggvagötu 18a. Það verður því stutt fyrir Harald að komast á kaffihúsið þegar að því kemur. Lítill kvikmyndasalur er í húsinu.Eg Fasteignamiðlun Jarðhæðin er innréttuð sem veitingasalur, kvikmyndasalur og verslunarrými.Eg fasteignamiðlun Veitingasalurinn á Tryggvagötu 11. Eg fasteignamiðlun
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20
Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00