Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2021 20:25 Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferla Eflingar gegn Eldum rétt og Menn í vinnu. Vísir/Hanna Andrésdóttir Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög. Efling lýsti því yfir í dag að Ábyrgðasjóður launa hefði fallist á að greiða vangreidd laun til fjögurra félagsmanna sem unnu hjá Eldum rétt, á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Þar væri um að ræða fjórar greiðslur á bilinu 120 til 195 þúsund krónur. Sjá einnig: Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kröfurnar voru til komnar vegna frádráttar af launum félagsmannanna fjögurra. Efling hélt því fram að sá frádráttur hefði verið ólögmætur í málshöfðun gegn Eldum rétt og Menn í vinnu en í dómi héraðsdóms frá því í síðasta mánuði kom fram að félagsmennirnir fjórir, sem eru frá Rúmeníu, hefðu skrifað undir ráðningarsamning þar sem fram kom að hægt væri að draga frá launum þeirra kostnað MIV vegna flugmiða til Íslands, ógreiddrar leigu og annars. Máli Eflingar var vísað frá dómi og stéttarfélaginu gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað. Í tilkynningu frá Eflingu sagði að Ábyrgðasjóður launa hefði með greiðslunum viðurkennt að frádrátturinn hefði verið ólögmætur og því ætlaði Efling ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferlanna. Kröfurnar hafi verið afgreiddar í samræmi við samþykki skiptastjóra þrotabús Menn í vinnu sem lá fyrir síðasta haust. Tilefni hafi verið til að endurskoða þá afgreiðslu vegna dóms héraðsdóms og það hafi verið yfirsjón að gera það ekki. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Efling lýsti því yfir í dag að Ábyrgðasjóður launa hefði fallist á að greiða vangreidd laun til fjögurra félagsmanna sem unnu hjá Eldum rétt, á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Þar væri um að ræða fjórar greiðslur á bilinu 120 til 195 þúsund krónur. Sjá einnig: Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kröfurnar voru til komnar vegna frádráttar af launum félagsmannanna fjögurra. Efling hélt því fram að sá frádráttur hefði verið ólögmætur í málshöfðun gegn Eldum rétt og Menn í vinnu en í dómi héraðsdóms frá því í síðasta mánuði kom fram að félagsmennirnir fjórir, sem eru frá Rúmeníu, hefðu skrifað undir ráðningarsamning þar sem fram kom að hægt væri að draga frá launum þeirra kostnað MIV vegna flugmiða til Íslands, ógreiddrar leigu og annars. Máli Eflingar var vísað frá dómi og stéttarfélaginu gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað. Í tilkynningu frá Eflingu sagði að Ábyrgðasjóður launa hefði með greiðslunum viðurkennt að frádrátturinn hefði verið ólögmætur og því ætlaði Efling ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferlanna. Kröfurnar hafi verið afgreiddar í samræmi við samþykki skiptastjóra þrotabús Menn í vinnu sem lá fyrir síðasta haust. Tilefni hafi verið til að endurskoða þá afgreiðslu vegna dóms héraðsdóms og það hafi verið yfirsjón að gera það ekki.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira