Búið að útfæra 970 milljóna króna greiðslur til bænda vegna Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 10:43 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm 970 milljónir króna verða greiddar út til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Veiting fjármunanna var samþykkt í fjárlögum ársins 2021 en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur nú lokið við útfærslu á ráðstöfun þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að stuðningurinn sé liður í tólf liða aðgerðaáætlun til að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar, meðal annars í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á greinina. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við afgreiðslu málsins var miðað við að 75% fjármagnsins rynnu til sauðfjárbænda og 25% til kúabænda. Liggur nú fyrir frekari útfærsla á dreifingu fjármunanna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda. Að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fara 727 milljónir til sauðfjárbænda og 243 milljónir til nautgripabænda. Skiptist stuðningurinn á eftirfarandi hátt: Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. Greitt í mars 2021. Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra) Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021. Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. Greitt í mars 2021. Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020. Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að stuðningurinn sé liður í tólf liða aðgerðaáætlun til að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar, meðal annars í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á greinina. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við afgreiðslu málsins var miðað við að 75% fjármagnsins rynnu til sauðfjárbænda og 25% til kúabænda. Liggur nú fyrir frekari útfærsla á dreifingu fjármunanna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda. Að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fara 727 milljónir til sauðfjárbænda og 243 milljónir til nautgripabænda. Skiptist stuðningurinn á eftirfarandi hátt: Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. Greitt í mars 2021. Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra) Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021. Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. Greitt í mars 2021. Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020. Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira