Sjáðu stórkostleg mörk Börsunga gegn Huesca Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 16:32 Lionel Messi tekur í gikkinn og skorar fyrsta mark Barcelona gegn Huesca. getty/Gerard Franco Lionel Messi skoraði tvö frábær mörk með langskotum þegar Barcelona sigraði Huesca, 4-1, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrra mark hans var sérstaklega glæsilegt. Messi hefur verið í miklum ham undanfarnar vikur. Frá því árið 2021 gekk í garð hefur hann skorað sautján mörk og gefið sjö stoðsendingar í átján leikjum í öllum keppnum. Messi hefur komið með beinum hætti að marki á 64 mínútna fresti. Messi skoraði stórkostlegt mark með langskoti gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og endurtók leikinn gegn Huesca á Nývangi í gær. Á 13. mínútu fékk hann boltann frá Sergio Busquets, lék skemmtilega á varnarmann gestanna og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Antoine Griezmann vildi ekki vera minni maður en Messi og á 35. mínútu skoraði hann með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Rafa Mir minnkaði muninn fyrir Huesca úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 53. mínútu kom Óscar Mingueza Barcelona í 3-1 með skalla eftir hornspyrnu frá Messi. Argentínumaðurinn átti svo síðasta orðið á lokamínútunni þegar hann skoraði með góðu skoti af löngu færi í fjærhornið. Lokatölur 4-1, Barcelona í vil. Klippa: Barcelona 4-1 Huesca Messi lék í gær sinn 767. leik fyrir Barcelona og jafnaði þar með leikjamet Xavis. Argentínski snillingurinn slær væntanlega leikjametið þegar Barcelona sækir Real Sociedad heim á sunnudaginn. Messi er langmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 661 mark. Með sigrinum í gær minnkuðu Börsungar forskot Atlético Madrid á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Bæði lið eiga ellefu leiki eftir og þau mætast á Nývangi 9. maí. Atlético Madrid vann fyrri leikinn gegn Barcelona, 1-0, en ef lið verða jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðis viðureignum hvort liðið verður ofar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Messi hefur verið í miklum ham undanfarnar vikur. Frá því árið 2021 gekk í garð hefur hann skorað sautján mörk og gefið sjö stoðsendingar í átján leikjum í öllum keppnum. Messi hefur komið með beinum hætti að marki á 64 mínútna fresti. Messi skoraði stórkostlegt mark með langskoti gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og endurtók leikinn gegn Huesca á Nývangi í gær. Á 13. mínútu fékk hann boltann frá Sergio Busquets, lék skemmtilega á varnarmann gestanna og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Antoine Griezmann vildi ekki vera minni maður en Messi og á 35. mínútu skoraði hann með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Rafa Mir minnkaði muninn fyrir Huesca úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 53. mínútu kom Óscar Mingueza Barcelona í 3-1 með skalla eftir hornspyrnu frá Messi. Argentínumaðurinn átti svo síðasta orðið á lokamínútunni þegar hann skoraði með góðu skoti af löngu færi í fjærhornið. Lokatölur 4-1, Barcelona í vil. Klippa: Barcelona 4-1 Huesca Messi lék í gær sinn 767. leik fyrir Barcelona og jafnaði þar með leikjamet Xavis. Argentínski snillingurinn slær væntanlega leikjametið þegar Barcelona sækir Real Sociedad heim á sunnudaginn. Messi er langmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 661 mark. Með sigrinum í gær minnkuðu Börsungar forskot Atlético Madrid á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Bæði lið eiga ellefu leiki eftir og þau mætast á Nývangi 9. maí. Atlético Madrid vann fyrri leikinn gegn Barcelona, 1-0, en ef lið verða jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðis viðureignum hvort liðið verður ofar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira