Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 00:00 Málið hefur lengi verið hitamál á Akureyri. Vísir/vilhelm Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. Akureyri.net greinir frá samþykktinni en fyrirhuguð íbúakosningu á að fara fram með rafrænum hætti í svokallaðri íbúagátt Akureyrarbæjar. Málið hófst árið 2019 þegar SS Byggir kynnti hugmyndir um allt að ellefu hæða fjölbýlishús á svæðinu. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Skiptar skoðanir voru um fyrirætlanir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Var þá lagt til að hámarkshæð bygginga yrði sex til átta hæðir. Um er að ræða reit sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Geti verið að hámarki sex hæðir Bæjarstjórn samþykkti í dag tillögu skipulagsráðs að breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið en þar er meðal annars reynt að koma til móts við hluta þeirra athugasemda og umsagna sem bárust. Fram kemur á Akureyri.net að með breytingunum lækki hámarkshæð húsa úr 25 metrum yfir sjávarmáli í 20 metra sem feli í sér að hæstu húsin geti verið fimm til sex hæðir að hámarki. Jafnframt séu sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum megi að hámarki vera fjórar hæðir. Bæjarstjóra hefur verið falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarráð og er gert ráð fyrir að hugmyndir um fyrirkomulag íbúakosningarinnar komi aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn. Akureyri Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Akureyri.net greinir frá samþykktinni en fyrirhuguð íbúakosningu á að fara fram með rafrænum hætti í svokallaðri íbúagátt Akureyrarbæjar. Málið hófst árið 2019 þegar SS Byggir kynnti hugmyndir um allt að ellefu hæða fjölbýlishús á svæðinu. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Skiptar skoðanir voru um fyrirætlanir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Var þá lagt til að hámarkshæð bygginga yrði sex til átta hæðir. Um er að ræða reit sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Geti verið að hámarki sex hæðir Bæjarstjórn samþykkti í dag tillögu skipulagsráðs að breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið en þar er meðal annars reynt að koma til móts við hluta þeirra athugasemda og umsagna sem bárust. Fram kemur á Akureyri.net að með breytingunum lækki hámarkshæð húsa úr 25 metrum yfir sjávarmáli í 20 metra sem feli í sér að hæstu húsin geti verið fimm til sex hæðir að hámarki. Jafnframt séu sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum megi að hámarki vera fjórar hæðir. Bæjarstjóra hefur verið falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarráð og er gert ráð fyrir að hugmyndir um fyrirkomulag íbúakosningarinnar komi aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45
Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45