Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2021 16:02 Birna Hrönn er einn af eigendum Pink Iceland. Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda. „Það átti eitt eftirminnilegt brúðkaup sér stað árið 2015, það var stórt í sniðum, mikil og skemmtileg skipulagning í kringum það og blómahafið ætlaði að verða rosalegt, Strandakirkja og Iðnó yrðu skreytt frá toppi til táar og engu til sparað. Þá setti verkfall hjá Matvælastofnun heldur betur strik í reikninginn því innflutningur blómanna var undir þeim kominn og stöðvaðist því og alls ekki hægt að láta sýn brúðhjónanna rætast,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir, einn af eigendum Pink Iceland. Hún segir að þegar öllu var á botninn hvolft kom það ekki að sök. CBD verslun opnar við Hverfisgötu 39. „Brúðkaupsævintýrið var stórkostlegt og í gegnum skipulagsferlið og á meðan brúðkaupinu stóð mynduðust sterk bönd með þeim Olivia og Mat og Pink Iceland teymisins. Í gegnum árin hafa þau haldið sambandi og draumur Olivia og Mat hefur alltaf verið að dvelja til lengri tíma á Íslandi og vinna meira með okkur. Í lífi sínu og starfi vinna þau mikið með undraefnið CBD sem unnið er úr hampi og hafa notað það til að hjálpa fólki í meira en áratug. Þeirra ósk var að þróa og framleiða CBD vörulínu og kynna mólekúlið CBD rækilega fyrir Íslendingum.“ Enginn að gifta sig út af Covid Birna segir að þegar Covid skall á og enginn á leiðinni til Íslands að gifta sig og rekstrinum kippt undan Pink Iceland hafi ekki verið erfitt að segja já við því að vinna með Olivia og Mat. Nýja fyrirtækið ber nafnið Æsir Heilsa og sérhæfir sig í CBD olíu og öðrum vörum. „Vöruþróun og hönnun hófst og ári seinna er Æsir Heilsa orðið að raunverulegu fyrirtæki með frábæra vörulínu. Fremra rýminu á skrifstofu Pink Iceland, Hverfisgötu 39, hefur verið breytt í CBD sérverslun og á þessum mánuði sem búðin hefur verið opin hafa móttökurnar verið stórkostlegar og endurgjöf viðskiptavina mikill drifkraftur til að halda áfram að vinna með CBD. Við lítum björtum augum á framtíðina og við hlökkum til að taka á móti brúðhjónum þegar landamæri opnast frekar ásamt því að sinna nýja fyrirtækinu.“ Hinsegin Kannabis Reykjavík Verslun Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
„Það átti eitt eftirminnilegt brúðkaup sér stað árið 2015, það var stórt í sniðum, mikil og skemmtileg skipulagning í kringum það og blómahafið ætlaði að verða rosalegt, Strandakirkja og Iðnó yrðu skreytt frá toppi til táar og engu til sparað. Þá setti verkfall hjá Matvælastofnun heldur betur strik í reikninginn því innflutningur blómanna var undir þeim kominn og stöðvaðist því og alls ekki hægt að láta sýn brúðhjónanna rætast,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir, einn af eigendum Pink Iceland. Hún segir að þegar öllu var á botninn hvolft kom það ekki að sök. CBD verslun opnar við Hverfisgötu 39. „Brúðkaupsævintýrið var stórkostlegt og í gegnum skipulagsferlið og á meðan brúðkaupinu stóð mynduðust sterk bönd með þeim Olivia og Mat og Pink Iceland teymisins. Í gegnum árin hafa þau haldið sambandi og draumur Olivia og Mat hefur alltaf verið að dvelja til lengri tíma á Íslandi og vinna meira með okkur. Í lífi sínu og starfi vinna þau mikið með undraefnið CBD sem unnið er úr hampi og hafa notað það til að hjálpa fólki í meira en áratug. Þeirra ósk var að þróa og framleiða CBD vörulínu og kynna mólekúlið CBD rækilega fyrir Íslendingum.“ Enginn að gifta sig út af Covid Birna segir að þegar Covid skall á og enginn á leiðinni til Íslands að gifta sig og rekstrinum kippt undan Pink Iceland hafi ekki verið erfitt að segja já við því að vinna með Olivia og Mat. Nýja fyrirtækið ber nafnið Æsir Heilsa og sérhæfir sig í CBD olíu og öðrum vörum. „Vöruþróun og hönnun hófst og ári seinna er Æsir Heilsa orðið að raunverulegu fyrirtæki með frábæra vörulínu. Fremra rýminu á skrifstofu Pink Iceland, Hverfisgötu 39, hefur verið breytt í CBD sérverslun og á þessum mánuði sem búðin hefur verið opin hafa móttökurnar verið stórkostlegar og endurgjöf viðskiptavina mikill drifkraftur til að halda áfram að vinna með CBD. Við lítum björtum augum á framtíðina og við hlökkum til að taka á móti brúðhjónum þegar landamæri opnast frekar ásamt því að sinna nýja fyrirtækinu.“
Hinsegin Kannabis Reykjavík Verslun Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning