Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:09 Togarar í höfn. Fiskveiðar við Ísland fara að miklu leyti fram með botnvörpu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins. Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt. Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt.
Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila