Mikil spenna var í leik Slavia Prag og Rangers en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Það tók gestina frá Tékklandi aðeins fjórtán mínútur að komast yfir í kvöld. Peter Olayinka þar á ferð eftir sendingu Jan Boril.
Staðan var enn 0-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks en þegar klukkustund var liðin fékk Kemar Roofe beint rautt spjald fyrir að fara með sólann í andlitið á Ondrej Kolar, markverði Slavia Prag. Markvörðurinn þurfti að fara meiddur af velli og Roofe fékk reisupassann.
Rangers midfielder Kemar Roofe was sent off for this challenge on Slavia Prague goalkeeper Ondrej Kolar.
— B/R Football (@brfootball) March 18, 2021
Kolar was stretchered off in the 65th minute pic.twitter.com/hjDYUT7G8d
Rúmlega tíu mínútum síðar fékk Leon Balogun sitt annað gula spjald í liði Rangers og þar með rautt. Til að bæta gráu ofan á svart þá gerði Nicolae Stanciu sér lítið fyrir og tvöfaldaði forystu Slavia Prag úr aukaspyrnunni.
Staðan orðin 2-0 og reyndust að lokatölur leiksins. Lærisveinar Steven Gerrard fara því ekki lengra í Evrópu á þessu ári.
2 - Rangers have had two players (Keemar Roofe and Leon Balogun) sent off in a single game in major European competition for the very first time. Disaster. #UEL
— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2021

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.