Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 08:00 Glen Kamara varð illur eftir að Ondrej Kudela sagði eitthvað við hann. Þeir eru tvísaga um hvað var sagt. Getty/Ian MacNicol Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard. Evrópudeild UEFA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira
Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira