Af hverju viljum við minni verðbólgu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. mars 2021 08:00 Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Það er ekkert nýtt að verðbólga aukist annað slagið og hjaðni þess á milli en hvað skýrir þessar hreyfingar og hvaða áhrif koma þær til með að hafa á heimilin í landinu? Helstu hreyfingar Leyfum okkur að skipta þróun verðbólgunnar frá hruni í fjögur aðskilin tímabil: 1. Að langstærstum hluta má rekja afar háar verðbólgutölur í kjölfar hrunsins til veikingar krónunnar. Verðbólgan hjaðnaði þó nokkuð ört fram til ársins 2014 2. Árin 2014 og fram á mitt ár 2018 var verðbólgan um eða undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Var þetta tímabil óvenju mikils verðstöðugleika, sem áður hafði tæplega sést hér á landi. 3. Í kring um fall WOW air og bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu, veiktist krónan og jókst verðbólgan tímabundið en var aftur komin niður fyrir markmið um áramótin 2020. 4. Kórónukreppunni fylgdi nokkur veiking krónunnar að nýju og sú aukning verðbólgu sem stendur nú væntanlega sem hæst. Ætla má að sveiflur í gengi krónunnar vegi þyngst í verðbólgunni þessi dægrin og hafa staða og horfur í ferðaþjónustunni þar væntanlega mest að segja. Nái greinin vopnum sínum þegar lengra líður á þetta ár eins og vonast er til fáum við hingað til lands ferðamenn með vasa fulla af gjaldeyri sem styðja munu duglega við litla gjaldmiðilinn okkar og jafnvel styrkja hann nokkuð. Sterkari króna mun að öðru óbreyttu draga úr verðbólgu og er til mikils að vinna að svo verði. Að þakka krónunni eða kenna að fullu um sveiflur í verðbólgu er þó full mikil einföldun. Launahækkanir um áramót virðast til að mynda hafa hækkað vöruverð nokkuð, meðal annars í matvöruverslunum. Íbúðaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs og hefur verið á nokkru skriði að undanförnu. Þá hefur olíu- og bensínverð rokið upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Miklar sveiflur í verðlagi og verðbólga umfram það sem eðlilegt þykir hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Viðvarandi verðbólga étur upp eigið fé í íbúðarhúsnæði þeirra sem eru með verðtryggð lán, sem enn eru um 2/3 hluti íbúðalána hér á landi. Takist okkur að draga úr henni verður það til þess að við fáum meira fyrir launin okkar og afborganir verðtryggðra lána vega þyngra en ella. Áhrif stöðugs verðlags á heimilin Við vonumst til að dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og spáum við í Greiningu Íslandsbanka að hún verði í námunda við 2,5% markmið Seðlabankans um áramót. Byggir sú spá á að um 700.000 ferðamenn sæki landið heim á árinu. Eins og áður segir getur ýmislegt haft áhrif á verðlag og ekki dugar eingöngu að fjölga hér ferðalöngum til að markmið náist. Þó vel takist til er auk þess takmarkað að hversu miklu leyti má hemja verðbólgu og höfum við Íslendingar til dæmis lítið um heimsmarkaðsverð á olíu að segja. En það er mikilvægt að þróunin verði í rétta átt og að hér dragi úr verðbólgu, hvernig svo sem tilteknir áfangar í þeirri lækkun raðast í dagatalið. Við skulum ekki gleyma því hve vel tókst að ná verðbólgunni niður um miðjan síðasta áratug og hvaða áhrif það hafði að halda henni við verðbólgumarkmið. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti sem varð til þess að almenningur hafði raunhæfan kost á að taka óverðtryggð lán, í fyrsta sinn hér á landi og kaupmáttur jókst til muna. Ein mesta efnahagslega gæfa sem við gætum borið eftir að Kórónukreppunni lýkur er að verðbólgan hafi eingöngu aukist tímabundið og leitað fljótlega aftur í fyrri gildi. Styrkist þá enn frekar trú á að Seðlabankinn hafi góða stjórn á því hlutverki sínu að halda verðbólgunni í skefjum, hér verða áfram aðstæður fyrir lægri vexti en áður hafa boðist á landinu, verðvitund okkar verður almennt betri vegna stöðugra verðlags og mögulegt verður að gera áætlanir til lengri tíma. Það væri heldur betur kærkomið. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Verðlag Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Það er ekkert nýtt að verðbólga aukist annað slagið og hjaðni þess á milli en hvað skýrir þessar hreyfingar og hvaða áhrif koma þær til með að hafa á heimilin í landinu? Helstu hreyfingar Leyfum okkur að skipta þróun verðbólgunnar frá hruni í fjögur aðskilin tímabil: 1. Að langstærstum hluta má rekja afar háar verðbólgutölur í kjölfar hrunsins til veikingar krónunnar. Verðbólgan hjaðnaði þó nokkuð ört fram til ársins 2014 2. Árin 2014 og fram á mitt ár 2018 var verðbólgan um eða undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Var þetta tímabil óvenju mikils verðstöðugleika, sem áður hafði tæplega sést hér á landi. 3. Í kring um fall WOW air og bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu, veiktist krónan og jókst verðbólgan tímabundið en var aftur komin niður fyrir markmið um áramótin 2020. 4. Kórónukreppunni fylgdi nokkur veiking krónunnar að nýju og sú aukning verðbólgu sem stendur nú væntanlega sem hæst. Ætla má að sveiflur í gengi krónunnar vegi þyngst í verðbólgunni þessi dægrin og hafa staða og horfur í ferðaþjónustunni þar væntanlega mest að segja. Nái greinin vopnum sínum þegar lengra líður á þetta ár eins og vonast er til fáum við hingað til lands ferðamenn með vasa fulla af gjaldeyri sem styðja munu duglega við litla gjaldmiðilinn okkar og jafnvel styrkja hann nokkuð. Sterkari króna mun að öðru óbreyttu draga úr verðbólgu og er til mikils að vinna að svo verði. Að þakka krónunni eða kenna að fullu um sveiflur í verðbólgu er þó full mikil einföldun. Launahækkanir um áramót virðast til að mynda hafa hækkað vöruverð nokkuð, meðal annars í matvöruverslunum. Íbúðaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs og hefur verið á nokkru skriði að undanförnu. Þá hefur olíu- og bensínverð rokið upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Miklar sveiflur í verðlagi og verðbólga umfram það sem eðlilegt þykir hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Viðvarandi verðbólga étur upp eigið fé í íbúðarhúsnæði þeirra sem eru með verðtryggð lán, sem enn eru um 2/3 hluti íbúðalána hér á landi. Takist okkur að draga úr henni verður það til þess að við fáum meira fyrir launin okkar og afborganir verðtryggðra lána vega þyngra en ella. Áhrif stöðugs verðlags á heimilin Við vonumst til að dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og spáum við í Greiningu Íslandsbanka að hún verði í námunda við 2,5% markmið Seðlabankans um áramót. Byggir sú spá á að um 700.000 ferðamenn sæki landið heim á árinu. Eins og áður segir getur ýmislegt haft áhrif á verðlag og ekki dugar eingöngu að fjölga hér ferðalöngum til að markmið náist. Þó vel takist til er auk þess takmarkað að hversu miklu leyti má hemja verðbólgu og höfum við Íslendingar til dæmis lítið um heimsmarkaðsverð á olíu að segja. En það er mikilvægt að þróunin verði í rétta átt og að hér dragi úr verðbólgu, hvernig svo sem tilteknir áfangar í þeirri lækkun raðast í dagatalið. Við skulum ekki gleyma því hve vel tókst að ná verðbólgunni niður um miðjan síðasta áratug og hvaða áhrif það hafði að halda henni við verðbólgumarkmið. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti sem varð til þess að almenningur hafði raunhæfan kost á að taka óverðtryggð lán, í fyrsta sinn hér á landi og kaupmáttur jókst til muna. Ein mesta efnahagslega gæfa sem við gætum borið eftir að Kórónukreppunni lýkur er að verðbólgan hafi eingöngu aukist tímabundið og leitað fljótlega aftur í fyrri gildi. Styrkist þá enn frekar trú á að Seðlabankinn hafi góða stjórn á því hlutverki sínu að halda verðbólgunni í skefjum, hér verða áfram aðstæður fyrir lægri vexti en áður hafa boðist á landinu, verðvitund okkar verður almennt betri vegna stöðugra verðlags og mögulegt verður að gera áætlanir til lengri tíma. Það væri heldur betur kærkomið. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun