Kynsvall og misnotkun í ástralska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:03 Scott Morrison, forsætisráðherra, sagðist miður sín yfir nýjasta hneykslinu sem skekur ríkisstjórn hans. AP/Mick Tsikas Einn háttsettur ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið látinn taka poka sinn eftir að myndbönd af kynsvalli starfsfólks í þinghúsinu voru birt í gær. Kona sem vann fyrir ríkisstjórnina segist hafa verið nauðgað af samstarfsmanni en hún hafi verið beitt þrýstingi um að tilkynna það ekki lögreglu. Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans. Ástralía MeToo Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að nokkrir karlmenn sem starfa í þinghúsinu hefðu verið saman í hóp á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem þeir deildu myndum og myndböndum af kynlífsathöfnum í þinghúsinu. Á einu þeirra sást einn karlanna meðal annars fróa sér yfir skrifborði þingkonu. Myndböndin eru sögð hafa verið tekin upp fyrir tveimur árum. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði að honum byði við myndböndunum sem voru gerð opinber. Starfsmaður þingmanns hafi verið rekinn vegna „viðbjóðslegrar og andstyggilegrar“ hegðunar. Fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar sem lak myndböndunum til fjölmiðla segir að starfsmennirnir hafi meðal annars notað bænaherbergi í þinghúsinu til að stunda kynlíf. Þeir hafi jafnvel komið með kynlífsverkafólk í þinghúsið. Uppljóstrarinn lýsir fyrrverandi starfsbræðrum sínum sem „siðferðislega gjaldþrota“. Innan veggja þinghússins þrífist menning þar sem karlar telji sig geta gert hvað sem þeir vilja. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar 10 News First um myndböndin. Óttaðist að missa vinnuna ef hún kærði nauðgunina Ríkisstjórn Morrison lá fyrir undir gagnrýni eftir að Brittany Higgins, fyrrverandi starfsmaður ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að háttsettur starfsfélagi hefði nauðgað henni á skrifstofu ráðherra í mars árið 2019. Hún hafi upplifað þrýsting að leita ekki til lögreglu. Hún gerði það ekki af ótta við að missa vinnuna. Christian Porter, dómsmálaráðherra, hefur neitað að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sextán ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur táningur fyrir 33 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan er nú látin og lögreglan útilokar að ákært verði í málinu. Fleiri ásakanir um kynferðislegt misferli hafa síðan komið fram. Þúsundir manna mótmæltu kynferðislegri misnotkun og áreitni gegn konum í Ástralíu í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morrison fékk jafnréttisfulltrúa ríkisstjórnarinnar hefja rannsókn á vinnustaðarmenningu þinghússins eftir ásakanir Higgins. Niðurstaðna hennar er ekki að vænta fyrr en í nóvember. Hann segist nú einnig vilja fjölga konum í þinghúsinu og að hann sé nú opinn fyrir því að taka upp lágmarkskynjakvóta á framboðslistum Frjálslynda flokks hans.
Ástralía MeToo Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira