Er allt í rugli með sóttvarnirnar? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 23. mars 2021 16:01 Nei, sannarlega ekki. En umræðan um bólusetningar, sóttkvíarreglur, breytingar á sóttvörnum gagnvart fólki utan Schengen og fyrirhugaða breytingu á sóttvarnarreglum frá og með 1. maí hefur grautast töluvert saman undanfarna viku. Í öllu því brasi er þó fernt sem er mikilvægt að hafa ætíð í huga. Reglurnar eru byggðar á gögnum en ekki geðþótta Okkur Íslendingum hefur farnast það vel sem ýmsum öðrum hefur gengið verr, að byggja reglur um sóttvarnir á gögnum fremur en t.d. pólitískum duttlungum. Þar hafa gögn um útbreiðslu veirunnar, niðurstöður skimana og önnur sóttvarnavísindaleg nálgun vissulega verið í forgrunni, en ekki má gleyma því að til hliðar við þau eru fleiri gögn sem ríkisstjórnin þarf að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Gögn um efnahagslegar afleiðingar, neikvæð samfélagsleg áhrif atvinnuleysis o.s.frv. skipta þar ekki síður máli. Það er fleira sem er undir en aðeins það hversu margir smitast eða veikjast. Fleira hefur afleiðingar á lífsviðurværi fólks og heilsu heldur en sjúkdómurinn sjálfur. Það verður að gæta þess að lækningin sé ekki skæðari en sjúkdómurinn. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er þess vegna ekki að gera bara allt sem sóttvarnalæknir segir. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að meta öll gögnin, sóttvarnarleg og efnahagsleg, og taka ákvörðun út frá því sem líkleg er til að skila hagstæðastri niðurstöðu fyrir okkur öll inn í framtíðina. Virðum reglurnar Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að við virðum reglurnar á meðan þær eru í gildi. Við getum haft á þeim mismunandi skoðanir, verið sammála eða ósammála eða þótt þurfa að breyta þeim, jafnvel barist fyrir því opinberlega. En við eigum að virða þær engu að síður. Því er það ótrúlegt að sjá að Íslendingar og aðrir búsettir hér á landi skuli dag hvern mæta út á flugvöll til að taka á móti fólki sem á að fara beint í sóttkví. Í gær birtist frétt um að tveir ferðamenn hefður brotið sóttkví á Norðurlandi. Sjaldséðari eru fréttir um íslenska og erlenda ríkisborgara sem búa hér á landi og svindla á sóttkvínni. Um það er fjöldi dæma en þó er ekkert um það fjallað. Ég er augljóslega talsmaður þeirra hagsmuna ferðaþjónustufyrirtækja að ferðamenn þurfi ekki að sæta sóttkví. Ég er hins vegar fyrsti maður til að taka undir að á meðan sú regla gildir eiga allir komufarþegar til landsins að virða sóttkví – bæði ferðamenn og íbúar landsins. Því eru skilaboðin einföld: Hættið að sækja fólk sem á að fara í sóttkví út á flugvöll. Notið grímur. Virðið fjarlægðartakmörk og sóttkví. En haldið áfram að gagnrýna það sem er gagnrýnivert. Það er grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi. Treystum vísindunum Sóttvarnalæknir benti á það á dögunum að engin faraldsfræðileg rök væru fyrir því að taka ekki gild bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen alveg eins og frá ríkjum innan Schengen, og reglugerð heilbrigðisráðherra um það er byggð á ráðleggingum frá sóttvarnalækni. Ef við ætlum á annað borð að treysta bólusetningum hér á landi er engin ástæða til að treysta síður bólusetningum frá öðrum löndum. Og bólusettur Breti er alveg jafn bólusettur og bólusettur Þjóðverji. Íslendingar hafa hlotið jákvæða umfjöllun á alþjóðavettvangi fyrir það hvernig við höfum hanterað þennan faraldur hingað til, og það hefur orðið til þess að auka áhuga á Íslandi og fjölga þeim sem hafa áhuga á að ferðast til þessa græna og góða lands sem hefur staðið sig svo vel í baráttunni við Covid. Í því felast hagsmunir fyrir okkur öll en ekki bara fyrir ferðaþjónustuna sem eitthvað afmarkað mengi sem ekki snertir þjóðina. Ferðaþjónustan er ekkert annað en fólkið sem hefur af henni atvinnu og fær af henni tekjur til að halda heimili og fjölskyldu. Og virðiskeðja hennar er svo víð að þegar hún kemst aftur í gang mun allt samfélagið njóta góðs af. Rökræðum málin af skynsemi Eitt af því sem hefur komið upp í umræðunni er hræðsla við að ferðamenn muni unnvörpum falsa vottorð um bólusetningar. Það er furðuleg röksemd. Við getum bara sjálf spurt okkur þess, þegar keypt hefur verið ferð til útlanda fyrir fjölskylduna fyrir hundruð þúsunda, hvort við myndum sjálf stefna þeim peningum og fjölskyldufríinu í hættu út á að vera gripin í landamæraeftirliti erlendis með fölsuð vottorð? Yfirgnæfandi meirihluti svarar þessari spurning neitandi. Við tökum ekki þá áhættu, heldur verðum okkur frekar úti um alvöru vottorð. Það sama gildir um yfirgnæfandi meirihluta gesta okkar sem ferðast til landsins. Erlendir ferðamenn eru nefnilega ekki einhver hjörð óalandi og óferjandi svindlara, heldur bara venjulegt fólk eins og þú og ég. Ferðamenn hafa bara neikvæða hagsmuni af því að falsa vottorð og áhættan af því er því hverfandi. Aðrir hópar hafa mögulega jákvæða efnahagslega hagsmuni af því að falsa vottorð til að komast inn í landið, t.d. þeir sem búa á Íslandi eða koma hingað vegna vinnu. Það hafa t.d. nýleg dæmi erlendis frá sýnt. Auk þess gerir krafa um framvísun neikvæðs PCR vottorðs þeim sem ferðast í gegn um þriðja land mun erfiðara fyrir að fela slóð sína. Að lokum er rétt að hafa þetta í huga: Gögn úr landamæraskimun sýna að ferðamenn frá svæðum þar sem faraldurinn er í litlum vexti eru mun ólíklegri til að valda innanlandssmitum en fólk sem hefur tengsl við samfélagið hér á landi. Þá hafa Thor Aspelund o.fl. nýlega sýnt fram á að einna minnstar líkur séu á að ferðamenn valdi innanlandssmitum ef einmitt er notuð aðferðin sem taka á upp gagnvart grænum og gulum ríkjum frá 1. maí – þ.e. framvísun neikvæðs PCR prófs og landamæraskimun. Treystum því gögnunum, virðum reglurnar og rökræðum málin af skynsemi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nei, sannarlega ekki. En umræðan um bólusetningar, sóttkvíarreglur, breytingar á sóttvörnum gagnvart fólki utan Schengen og fyrirhugaða breytingu á sóttvarnarreglum frá og með 1. maí hefur grautast töluvert saman undanfarna viku. Í öllu því brasi er þó fernt sem er mikilvægt að hafa ætíð í huga. Reglurnar eru byggðar á gögnum en ekki geðþótta Okkur Íslendingum hefur farnast það vel sem ýmsum öðrum hefur gengið verr, að byggja reglur um sóttvarnir á gögnum fremur en t.d. pólitískum duttlungum. Þar hafa gögn um útbreiðslu veirunnar, niðurstöður skimana og önnur sóttvarnavísindaleg nálgun vissulega verið í forgrunni, en ekki má gleyma því að til hliðar við þau eru fleiri gögn sem ríkisstjórnin þarf að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Gögn um efnahagslegar afleiðingar, neikvæð samfélagsleg áhrif atvinnuleysis o.s.frv. skipta þar ekki síður máli. Það er fleira sem er undir en aðeins það hversu margir smitast eða veikjast. Fleira hefur afleiðingar á lífsviðurværi fólks og heilsu heldur en sjúkdómurinn sjálfur. Það verður að gæta þess að lækningin sé ekki skæðari en sjúkdómurinn. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er þess vegna ekki að gera bara allt sem sóttvarnalæknir segir. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að meta öll gögnin, sóttvarnarleg og efnahagsleg, og taka ákvörðun út frá því sem líkleg er til að skila hagstæðastri niðurstöðu fyrir okkur öll inn í framtíðina. Virðum reglurnar Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að við virðum reglurnar á meðan þær eru í gildi. Við getum haft á þeim mismunandi skoðanir, verið sammála eða ósammála eða þótt þurfa að breyta þeim, jafnvel barist fyrir því opinberlega. En við eigum að virða þær engu að síður. Því er það ótrúlegt að sjá að Íslendingar og aðrir búsettir hér á landi skuli dag hvern mæta út á flugvöll til að taka á móti fólki sem á að fara beint í sóttkví. Í gær birtist frétt um að tveir ferðamenn hefður brotið sóttkví á Norðurlandi. Sjaldséðari eru fréttir um íslenska og erlenda ríkisborgara sem búa hér á landi og svindla á sóttkvínni. Um það er fjöldi dæma en þó er ekkert um það fjallað. Ég er augljóslega talsmaður þeirra hagsmuna ferðaþjónustufyrirtækja að ferðamenn þurfi ekki að sæta sóttkví. Ég er hins vegar fyrsti maður til að taka undir að á meðan sú regla gildir eiga allir komufarþegar til landsins að virða sóttkví – bæði ferðamenn og íbúar landsins. Því eru skilaboðin einföld: Hættið að sækja fólk sem á að fara í sóttkví út á flugvöll. Notið grímur. Virðið fjarlægðartakmörk og sóttkví. En haldið áfram að gagnrýna það sem er gagnrýnivert. Það er grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi. Treystum vísindunum Sóttvarnalæknir benti á það á dögunum að engin faraldsfræðileg rök væru fyrir því að taka ekki gild bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen alveg eins og frá ríkjum innan Schengen, og reglugerð heilbrigðisráðherra um það er byggð á ráðleggingum frá sóttvarnalækni. Ef við ætlum á annað borð að treysta bólusetningum hér á landi er engin ástæða til að treysta síður bólusetningum frá öðrum löndum. Og bólusettur Breti er alveg jafn bólusettur og bólusettur Þjóðverji. Íslendingar hafa hlotið jákvæða umfjöllun á alþjóðavettvangi fyrir það hvernig við höfum hanterað þennan faraldur hingað til, og það hefur orðið til þess að auka áhuga á Íslandi og fjölga þeim sem hafa áhuga á að ferðast til þessa græna og góða lands sem hefur staðið sig svo vel í baráttunni við Covid. Í því felast hagsmunir fyrir okkur öll en ekki bara fyrir ferðaþjónustuna sem eitthvað afmarkað mengi sem ekki snertir þjóðina. Ferðaþjónustan er ekkert annað en fólkið sem hefur af henni atvinnu og fær af henni tekjur til að halda heimili og fjölskyldu. Og virðiskeðja hennar er svo víð að þegar hún kemst aftur í gang mun allt samfélagið njóta góðs af. Rökræðum málin af skynsemi Eitt af því sem hefur komið upp í umræðunni er hræðsla við að ferðamenn muni unnvörpum falsa vottorð um bólusetningar. Það er furðuleg röksemd. Við getum bara sjálf spurt okkur þess, þegar keypt hefur verið ferð til útlanda fyrir fjölskylduna fyrir hundruð þúsunda, hvort við myndum sjálf stefna þeim peningum og fjölskyldufríinu í hættu út á að vera gripin í landamæraeftirliti erlendis með fölsuð vottorð? Yfirgnæfandi meirihluti svarar þessari spurning neitandi. Við tökum ekki þá áhættu, heldur verðum okkur frekar úti um alvöru vottorð. Það sama gildir um yfirgnæfandi meirihluta gesta okkar sem ferðast til landsins. Erlendir ferðamenn eru nefnilega ekki einhver hjörð óalandi og óferjandi svindlara, heldur bara venjulegt fólk eins og þú og ég. Ferðamenn hafa bara neikvæða hagsmuni af því að falsa vottorð og áhættan af því er því hverfandi. Aðrir hópar hafa mögulega jákvæða efnahagslega hagsmuni af því að falsa vottorð til að komast inn í landið, t.d. þeir sem búa á Íslandi eða koma hingað vegna vinnu. Það hafa t.d. nýleg dæmi erlendis frá sýnt. Auk þess gerir krafa um framvísun neikvæðs PCR vottorðs þeim sem ferðast í gegn um þriðja land mun erfiðara fyrir að fela slóð sína. Að lokum er rétt að hafa þetta í huga: Gögn úr landamæraskimun sýna að ferðamenn frá svæðum þar sem faraldurinn er í litlum vexti eru mun ólíklegri til að valda innanlandssmitum en fólk sem hefur tengsl við samfélagið hér á landi. Þá hafa Thor Aspelund o.fl. nýlega sýnt fram á að einna minnstar líkur séu á að ferðamenn valdi innanlandssmitum ef einmitt er notuð aðferðin sem taka á upp gagnvart grænum og gulum ríkjum frá 1. maí – þ.e. framvísun neikvæðs PCR prófs og landamæraskimun. Treystum því gögnunum, virðum reglurnar og rökræðum málin af skynsemi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun