„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 11:46 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðgreiningar, telur að fjórða bylgja faraldursins sé hafin. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira