Fermingarbörn í mikilli óvissu annað árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:01 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Stöð 2 Vegna nýrra sóttvarnareglna sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti er óvíst hvort verði úr fermingum á næstunni. Fermingartíminn er við það að hefjast en pálmasunnudagur er 28. mars, næsta sunnudag. Prestur í Laugarneskirkju segir allar fermingar sem fara áttu fram á næstunni frestast þar sem öll fermingarbörn kirkjunnar séu nú í sóttkví. „Ég fékk þær fréttir í morgun að öll fermingarbörn ársins með tölu væru komin í sóttkví. Það var í raun sjálfhætt við þessar fermingar sem hefðu átt að vera á sunnudaginn. Við sitjum þetta af okkur og bíðum með að taka ákvörðun um það í samráði við fjölskyldur fermingarbarna hvernig við höfum það,“ sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju í kvöldfréttum Stöðvar 2. Möguleiki að fjölga fermingarathöfnum Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi í dag bréf vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Þar kemur fram að þar sem aðeins þrjátíu megi koma saman í helgiathöfnum sé tilhögun ferminga í uppnámi. Hún hvetji presta að ákveða með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hvort af fermingum verði á næstu þremur vikum eða hvort þeim verði frestað. „Mögulegt er að fjölga athöfnum þannig að færri verði viðstaddir í einu, en börnin verði fermd,“ segir í bréfinu. „Í fyrra gerðum við það þannig að við fermdum tvö börn í einu við fleiri og styttri athafnir. Við erum opin fyrir því að grípa til þess ráðs ef það verður nauðsynlegt en næsta fermingarathöfn hjá okkur er áætluð á sumardaginn fyrsta,“ segir Davíð Þór. „Við ætlum bara að bíða með að taka ákvarðanir um það þangað til það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá, þessar sem taka gildi á morgun gilda til 14. apríl þannig að við bara krossum fingur og biðjum almættið að vera með okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fermingar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 „Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Ég fékk þær fréttir í morgun að öll fermingarbörn ársins með tölu væru komin í sóttkví. Það var í raun sjálfhætt við þessar fermingar sem hefðu átt að vera á sunnudaginn. Við sitjum þetta af okkur og bíðum með að taka ákvörðun um það í samráði við fjölskyldur fermingarbarna hvernig við höfum það,“ sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju í kvöldfréttum Stöðvar 2. Möguleiki að fjölga fermingarathöfnum Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi í dag bréf vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Þar kemur fram að þar sem aðeins þrjátíu megi koma saman í helgiathöfnum sé tilhögun ferminga í uppnámi. Hún hvetji presta að ákveða með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hvort af fermingum verði á næstu þremur vikum eða hvort þeim verði frestað. „Mögulegt er að fjölga athöfnum þannig að færri verði viðstaddir í einu, en börnin verði fermd,“ segir í bréfinu. „Í fyrra gerðum við það þannig að við fermdum tvö börn í einu við fleiri og styttri athafnir. Við erum opin fyrir því að grípa til þess ráðs ef það verður nauðsynlegt en næsta fermingarathöfn hjá okkur er áætluð á sumardaginn fyrsta,“ segir Davíð Þór. „Við ætlum bara að bíða með að taka ákvarðanir um það þangað til það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá, þessar sem taka gildi á morgun gilda til 14. apríl þannig að við bara krossum fingur og biðjum almættið að vera með okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fermingar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 „Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42
„Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06