Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 17:03 Unnur segir að útreikningar Kára gangi ekki upp. Skjólstæðingar Vinnumálastofnunar sem fara á milli mála eru ekki nándar nærri eins margir og Kári heldur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira