Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:06 Landsréttur segir fréttaflutninginn hafa verið í æsifréttastíl og skapað þau hughrif að pottur hlyti að vera alvarlega brotinn í starfsmannamálum á umræddum veitingastað. Vísir Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir. Shanghæ höfðaði málið og krafðist ómerkingar á ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vef Ríkisútvarpsins og einum ummælum sem Sunna lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum þann 30. ágúst 2017. Stefnan var gegn Sunnu aðallega, Magnúsi Geir til vara og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Ummælin lutu að ætluðu vinnumansali á veitingastaðnum sem var þá í eigu Rosita YuFan Zhang. Grunur um umrætt brot og nánari atvik reyndust haldlaus að því er segir í niðurstöðu Landsréttar. Þar kemur einnig fram að ekki færi á milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á ábendingu sem stéttarfélagið Iðja hugðist kanna nánar. Sem raunin varð. Sunna hefði því heimildir sem hún hefði mátt telja traustar. Landsréttur taldi að hvorki yrði gerð sú krafa til Sunnu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að henni hefði verið skylt að gefa Rositu kost á að tjá sig um efni fréttanna fyrir flutning þeirra. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóti hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki yrði farið með rangt mál. Hún hefði því ekki með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt stjórnarskrá og manndréttindasáttamála Evrópu. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var látinn falla niður í ljósi vafaatriða málsins, eins og segir í dómi Landsréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Akureyri Veitingastaðir Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27 Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Sjá meira
Shanghæ höfðaði málið og krafðist ómerkingar á ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vef Ríkisútvarpsins og einum ummælum sem Sunna lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum þann 30. ágúst 2017. Stefnan var gegn Sunnu aðallega, Magnúsi Geir til vara og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Ummælin lutu að ætluðu vinnumansali á veitingastaðnum sem var þá í eigu Rosita YuFan Zhang. Grunur um umrætt brot og nánari atvik reyndust haldlaus að því er segir í niðurstöðu Landsréttar. Þar kemur einnig fram að ekki færi á milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á ábendingu sem stéttarfélagið Iðja hugðist kanna nánar. Sem raunin varð. Sunna hefði því heimildir sem hún hefði mátt telja traustar. Landsréttur taldi að hvorki yrði gerð sú krafa til Sunnu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að henni hefði verið skylt að gefa Rositu kost á að tjá sig um efni fréttanna fyrir flutning þeirra. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóti hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki yrði farið með rangt mál. Hún hefði því ekki með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt stjórnarskrá og manndréttindasáttamála Evrópu. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var látinn falla niður í ljósi vafaatriða málsins, eins og segir í dómi Landsréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Akureyri Veitingastaðir Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27 Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Sjá meira
Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17