Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook Eiður Þór Árnason skrifar 4. apríl 2021 00:22 Gagnaöflun Facebook um notendur sína gerir fyrirtækið gjarnan að skotmarki netþrjóta sem vilja ólmir komast yfir persónuupplýsingar almennings. Getty/Hakan Nural Persónuupplýsingar 533 milljóna notenda Facebook frá 106 löndum hafa verið birtar á netinu. Í gögnunum má meðal annars finna nöfn, símanúmer, staðsetningagögn, fæðingardaga og netföng. Þar er ekki að finna lykilorð eða skilaboð. Gagnasafnið hefur verið birt á umræðuvettvangi hakkara en að sögn dreifingaraðilans má þar finna upplýsingar um 31.343 notendur Facebook á Íslandi. Öryggissérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að persónuupplýsingarnar verði notaðar af netglæpamönnum til að reyna að villa á sér heimildir og svindla á fólki. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um sé að ræða gamlan gagnaleka sem fyrst hafi verið greint frá árið 2019. Fyrirtækið segist þá hafa rakið lekann til hugbúnaðargalla í kerfum Facebook sem sé nú búið að lagfæra. Þó sé erfitt að hafa hemil á dreifingu upplýsinganna eftir að þær sleppa úr fórum samfélagsmiðlarisans. Gríðarlegt magn gagna Alon Gal, yfirmaður tæknimála hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, tilkynnti birtingu gagnanna á laugardag. Hann segir á Twitter að óvenjulegt sé að hakkarar dreifi stórum gagnasöfnum úr lekum víða þar sem markmiðið sé gjarnan að reyna að selja aðgang að gögnunum sem lengst. Á endanum komist þó slík gagnasöfn gjarnan í hendurnar á aðilum sem ákveði að birta þau öðrum að endurgjaldslausu og það sé líklega staðan sem sé nú upp komin. Gal segir að fyrst núna sé hægt að átta sig á heildarumfangi gagnalekans sem átti sér stað hjá Facebook árið 2019 og ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að gögnin séu komin í mikla dreifingu. Business Insider var með fyrstu miðlunum til að greina frá birtingu gagnanna og hefur tekist að sannreyna að fjöldi símanúmera og netfanga tilheyri í raun þeim Facebook notendum sem þau eru tengd í gagnasafninu. Details include:Phone number, Facebook ID, Full name, Location, Past Location, Birthdate, (Sometimes) Email Address, Account Creation Date, Relationship Status, Bio.Bad actors will certainly use the information for social engineering, scamming, hacking and marketing.— Alon Gal (Under the Breach) (@UnderTheBreach) April 3, 2021 Netöryggi Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Gagnasafnið hefur verið birt á umræðuvettvangi hakkara en að sögn dreifingaraðilans má þar finna upplýsingar um 31.343 notendur Facebook á Íslandi. Öryggissérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að persónuupplýsingarnar verði notaðar af netglæpamönnum til að reyna að villa á sér heimildir og svindla á fólki. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um sé að ræða gamlan gagnaleka sem fyrst hafi verið greint frá árið 2019. Fyrirtækið segist þá hafa rakið lekann til hugbúnaðargalla í kerfum Facebook sem sé nú búið að lagfæra. Þó sé erfitt að hafa hemil á dreifingu upplýsinganna eftir að þær sleppa úr fórum samfélagsmiðlarisans. Gríðarlegt magn gagna Alon Gal, yfirmaður tæknimála hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, tilkynnti birtingu gagnanna á laugardag. Hann segir á Twitter að óvenjulegt sé að hakkarar dreifi stórum gagnasöfnum úr lekum víða þar sem markmiðið sé gjarnan að reyna að selja aðgang að gögnunum sem lengst. Á endanum komist þó slík gagnasöfn gjarnan í hendurnar á aðilum sem ákveði að birta þau öðrum að endurgjaldslausu og það sé líklega staðan sem sé nú upp komin. Gal segir að fyrst núna sé hægt að átta sig á heildarumfangi gagnalekans sem átti sér stað hjá Facebook árið 2019 og ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að gögnin séu komin í mikla dreifingu. Business Insider var með fyrstu miðlunum til að greina frá birtingu gagnanna og hefur tekist að sannreyna að fjöldi símanúmera og netfanga tilheyri í raun þeim Facebook notendum sem þau eru tengd í gagnasafninu. Details include:Phone number, Facebook ID, Full name, Location, Past Location, Birthdate, (Sometimes) Email Address, Account Creation Date, Relationship Status, Bio.Bad actors will certainly use the information for social engineering, scamming, hacking and marketing.— Alon Gal (Under the Breach) (@UnderTheBreach) April 3, 2021
Netöryggi Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira