Sama hvaðan gott kemur? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. apríl 2021 10:02 Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar