Svandís segir litakóðunarkerfi engu breyta á landamærunum Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2021 12:39 Ráðherrar segja að vonandi verði hægt að létta á sóttvarnatakmörkunum bráðlega. Staðan sé góð og bólusetningum miði vel og þar af leiðandi séu æ fleiri varðir gegn Covid 19. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir tímabært að létta á sóttvarnatakmörkunum þar sem staðan sé góð og fari batnandi. Enn sé stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfið hinn fyrsta maí. Fjármálaráðherra segir lokaorrustuna framundan í baráttunni gegn veirunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegi að sátt ríkti í ríkisstjórn um reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti síðast liðnu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir enn stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfi Evrópusambandsins á landamærum hinn 1. maí.Vísir/Vilhelm Tími til að létta Áslaug Arna segir baráttuna við veiruna ganga vel og nú þurfi að fara horfa til þess sem sé framundan þegar fleiri séu komnir með vernd vegna bólusetningar. „Ég held að það sé að koma tími til þess að fara að létta á hér innanlands. Svo ég vona að það verði gert sem fyrst. Það er auðvitað lítið um smit og enginn alvarlega veikur. Ég bind vonir við að hér verði frjálsara og opnara samfélag með hverjum deginum sem líður í átt að sumri og fleiri bólusetningum,“ segir Áslaug Arna. Gæta eigi meðalhófs Fjármálaráðherra telur að ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur muni skila árangri enda miði allar aðgerðir stjórnvalda að því. Margir sjálfstæðismenn innan og utan þings hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar og vilja slaka á þeim. Bjarni segir eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hann telji nýja reglugerð eiga eftir að gera gagn.Vísir/Vilhelm Bjarni segir að alltaf eigi að gæta meðalhófs og ekki setja meiri takmarkanir á efnahagslífið en staðan kalli á. „Ég hef fundið fyrir því að margir hafa gagnrýnt þegar bent er á þetta. Til dæmis af þeim þingmönnum sem þú ert að vísa til. Ég hef staðið með þeim í að verja rétt þeirra. Þann sjálfsagða rétt í mínum huga að koma meiri dýpt í umræðuna um áhrif aðgerða,“ segir Bjarni. Hann eins og aðrir vonist til að hægt verði að létta á núgildandi aðgerðum bráðlega. Stefnt á litakóðunarkerfi um næstu mánaðarmót Heilbrigðisráðherra segist hafa rætt við forystufólk hjá Rauða krossinum og fleirum sem lýst hafi áhyggjum af því hversu hratt breytingum með nýrri reglugerð væri hrint í framkvæmd. „Ég talaði við framkvæmdastjóra Rauða krossins í morgun. Þetta gerðist náttúrlega allt mjög hratt. Þannig að það eru ýmsir framkvæmdaaðilar bæði á landamærum, í sóttvarnahúsi og svo framvegis sem þurfa að aðlaga sig mjög hratt. Hún fullvissaði mig um það að hér eftir sem hingað til væri Rauði krossinn á fullu að koma til móts við breyttar reglur. Ég vænti þess að þetta verði komið í gott horf seinna í dag,“ sagði Svandís. Svandís Svavarsdóttir segir að ekkert myndi breytast á landamærunum þótt litakóðunarkerfi Evrópusambandsins yrði tekið upp í dag vegna útbreiðslu faraldursins í ríkjum Evrópu.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagðist ekki vita annað en áfram væri stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfi Evrópusambandsins á landamærunum hinn fyrsta maí eins og lýst var yfir í janúar að yrði gert. „Staðan er auðvitað þannig að við erum að nálgast að geta bólusett alla sem eru eldri en sjötíu ára og enn fleiri seinnipartinn í apríl. Staðan í öðrum löndum er þannig að það mun lítið breytast ef þetta tekur gildi 1. maí,“ segir Áslaug Arna. Heilbrigðisráðherra tekur undir að lítið muni breytast vegna stöðunnar í öðrum löndum. „Í raun er þetta allt til skoðunar. Af því að hér eftir sem hingað til gerir sóttvarnalæknir alltaf tillögur til mín um ráðstafanir bæði innanlands og á landamærum. Litakóðunarkerfið sýnir okkur hver staða faraldursins er í Evrópu og við sjáum að hún er mjög alvarleg. Ef við mundum innleiða litakóðunarkerfið í dag mundi það engu breyta um stöðuna vegna þess hve útbreitt smit er í Evrópu. Þetta verðum við bara að skoða þegar nær dregur 1. maí,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 9. apríl 2021 12:42 Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess. 9. apríl 2021 12:35 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegi að sátt ríkti í ríkisstjórn um reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti síðast liðnu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir enn stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfi Evrópusambandsins á landamærum hinn 1. maí.Vísir/Vilhelm Tími til að létta Áslaug Arna segir baráttuna við veiruna ganga vel og nú þurfi að fara horfa til þess sem sé framundan þegar fleiri séu komnir með vernd vegna bólusetningar. „Ég held að það sé að koma tími til þess að fara að létta á hér innanlands. Svo ég vona að það verði gert sem fyrst. Það er auðvitað lítið um smit og enginn alvarlega veikur. Ég bind vonir við að hér verði frjálsara og opnara samfélag með hverjum deginum sem líður í átt að sumri og fleiri bólusetningum,“ segir Áslaug Arna. Gæta eigi meðalhófs Fjármálaráðherra telur að ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur muni skila árangri enda miði allar aðgerðir stjórnvalda að því. Margir sjálfstæðismenn innan og utan þings hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar og vilja slaka á þeim. Bjarni segir eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hann telji nýja reglugerð eiga eftir að gera gagn.Vísir/Vilhelm Bjarni segir að alltaf eigi að gæta meðalhófs og ekki setja meiri takmarkanir á efnahagslífið en staðan kalli á. „Ég hef fundið fyrir því að margir hafa gagnrýnt þegar bent er á þetta. Til dæmis af þeim þingmönnum sem þú ert að vísa til. Ég hef staðið með þeim í að verja rétt þeirra. Þann sjálfsagða rétt í mínum huga að koma meiri dýpt í umræðuna um áhrif aðgerða,“ segir Bjarni. Hann eins og aðrir vonist til að hægt verði að létta á núgildandi aðgerðum bráðlega. Stefnt á litakóðunarkerfi um næstu mánaðarmót Heilbrigðisráðherra segist hafa rætt við forystufólk hjá Rauða krossinum og fleirum sem lýst hafi áhyggjum af því hversu hratt breytingum með nýrri reglugerð væri hrint í framkvæmd. „Ég talaði við framkvæmdastjóra Rauða krossins í morgun. Þetta gerðist náttúrlega allt mjög hratt. Þannig að það eru ýmsir framkvæmdaaðilar bæði á landamærum, í sóttvarnahúsi og svo framvegis sem þurfa að aðlaga sig mjög hratt. Hún fullvissaði mig um það að hér eftir sem hingað til væri Rauði krossinn á fullu að koma til móts við breyttar reglur. Ég vænti þess að þetta verði komið í gott horf seinna í dag,“ sagði Svandís. Svandís Svavarsdóttir segir að ekkert myndi breytast á landamærunum þótt litakóðunarkerfi Evrópusambandsins yrði tekið upp í dag vegna útbreiðslu faraldursins í ríkjum Evrópu.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagðist ekki vita annað en áfram væri stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfi Evrópusambandsins á landamærunum hinn fyrsta maí eins og lýst var yfir í janúar að yrði gert. „Staðan er auðvitað þannig að við erum að nálgast að geta bólusett alla sem eru eldri en sjötíu ára og enn fleiri seinnipartinn í apríl. Staðan í öðrum löndum er þannig að það mun lítið breytast ef þetta tekur gildi 1. maí,“ segir Áslaug Arna. Heilbrigðisráðherra tekur undir að lítið muni breytast vegna stöðunnar í öðrum löndum. „Í raun er þetta allt til skoðunar. Af því að hér eftir sem hingað til gerir sóttvarnalæknir alltaf tillögur til mín um ráðstafanir bæði innanlands og á landamærum. Litakóðunarkerfið sýnir okkur hver staða faraldursins er í Evrópu og við sjáum að hún er mjög alvarleg. Ef við mundum innleiða litakóðunarkerfið í dag mundi það engu breyta um stöðuna vegna þess hve útbreitt smit er í Evrópu. Þetta verðum við bara að skoða þegar nær dregur 1. maí,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 9. apríl 2021 12:42 Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess. 9. apríl 2021 12:35 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 9. apríl 2021 12:42
Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess. 9. apríl 2021 12:35
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent