Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:02 Skammtur af bóluefni á vegum COVAX-verkefnisins kemur til Fílabeinsstrandarinnar. Nær ekkert bóluefni berst nú til þeirra ríkja sem eiga að njóta góðs af verkefninu. COVAX hefur komið 38 milljónum skammta af bóluefni til hundrað ríkja til þessa. AP/Diomande Ble Blonde Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22