Hugulsamur þjófur stal húsgögnum en skildi önnur úr plasti eftir Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2021 13:22 Húsgögnin sem voru á pallinum og húsgögnin sem hinn hugulsami þjófur kom fyrir í staðinn. Ásrún Matthíasdóttir lektor hjá HR lendi í sérdeilis einkennilegu atviki en býræfinn þjófur gerði sér lítið fyrir og stal húsgögnum við raðhús hennar á Spáni en skildi önnur lakari eftir í staðinn. „Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“ Íslendingar erlendis Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
„Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“
Íslendingar erlendis Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“