Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 14:29 Þessi mynd var tekin við Whitsunrif í Suður-Kínahafi í lok síðasta mánaðar. Þá voru rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við rifið. Bláu skipin tilheyra sérstakri sveit kínverska hersins. AP/Ríkisstjórn Filippseyja Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. Sveitin er notuð til að brjóta á fullveldi nágrannaríkja Kína, samkvæmt skýrslu sjóhers Bandaríkjanna frá því í desember, og rataði síðast í fréttirnar í síðasta mánuði. Þá birtust rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við Whitsunrif sem tilheyrir Spratlyeyjum og er innan lögsögu Filippseyja. CNN birti í morgun ítarlega frétt um sveitina, sem er af sumum kölluð „Litlu bláu mennirnir“ en nafnið byggir á liti bátanna og „litlu grænu mönnunum“ sem gerðu innrás á Krímskaga árið 2014 en seinna kom í ljós að þar var um rússneska hermenn að ræða. Kínverjar gera tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ólöglegt. Ríkið hefur byggt upp eyjar á svæðinu, byggt herstöðvar og komið fyrir vopnum. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hafsvæðisins en sjá má kort af kröfum Kína og annarra ríkjaí fréttinni hér að neðan. Einn sérfræðingur sagði í samtali við CNN að áhafnarmeðlimir þessara sveita veiddu ekki fisk. Þess í stað væru sjálfvirk vopn um borð í skipunum sem henni tilheyra, skrokkur skipanna væri styrktur sérstaklega og skipin eru mun hraðskreiðari en gengur og gerist meðal fiskiskipa heimsins. Þau ná um 18 til 22 sjómílna hraða. Skipin sem tilheyra þessari sveit eru meðal um 187 þúsund kínverskra fiskiskipa og í raun er ekki vitað hve mörg þau eru. Áhafnir þeirra geta þó leitt stóra flota fiskiskipa í takt við markmið ríkisstjórnar Kína og hvaða hafsvæði Kínverjar gera tilkall til. Þannig geta Kínverjar í raun náð tökum á tilteknum svæðum með því að vera þar og jafnvel lengi. Vera skipanna við umdeildar eyjur og rif veldur spennu milli ríkja og hægt væri að nota aðgerðir ríkja eins og Filippseyja gegn flotanum sem átyllu til frekari aðgerða að hálfu Kínverja. Um svokallaðan óhefðbundin hernað er að ræða. Níu kínversk fiskiskip eru enn við Whitsunrif. Yfirvöld í Filippseyjum kölluðu sendiherra Kína þar í landi á teppið í dag og kröfðust þess að þeim skipum sem eftir eru við rifið verði siglt á brott, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Kínverskir erindrekar hafa sagt skipaflotann verið í vari við rifið vegna óveðurs á svæðinu. Utanríkisráðuneyti Filippseyja segir það ósatt. Kínverjar halda því fram að Filippseyingar séu að gera of mikið úr málinu. Bandaríkjamenn, bandamenn Filippseyja, hafa lýst því yfir að þeir standi við bakið á Filippseyjum í deilunni. Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Tengdar fréttir Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Sveitin er notuð til að brjóta á fullveldi nágrannaríkja Kína, samkvæmt skýrslu sjóhers Bandaríkjanna frá því í desember, og rataði síðast í fréttirnar í síðasta mánuði. Þá birtust rúmlega tvö hundruð kínversk fiskiskip við Whitsunrif sem tilheyrir Spratlyeyjum og er innan lögsögu Filippseyja. CNN birti í morgun ítarlega frétt um sveitina, sem er af sumum kölluð „Litlu bláu mennirnir“ en nafnið byggir á liti bátanna og „litlu grænu mönnunum“ sem gerðu innrás á Krímskaga árið 2014 en seinna kom í ljós að þar var um rússneska hermenn að ræða. Kínverjar gera tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ólöglegt. Ríkið hefur byggt upp eyjar á svæðinu, byggt herstöðvar og komið fyrir vopnum. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hafsvæðisins en sjá má kort af kröfum Kína og annarra ríkjaí fréttinni hér að neðan. Einn sérfræðingur sagði í samtali við CNN að áhafnarmeðlimir þessara sveita veiddu ekki fisk. Þess í stað væru sjálfvirk vopn um borð í skipunum sem henni tilheyra, skrokkur skipanna væri styrktur sérstaklega og skipin eru mun hraðskreiðari en gengur og gerist meðal fiskiskipa heimsins. Þau ná um 18 til 22 sjómílna hraða. Skipin sem tilheyra þessari sveit eru meðal um 187 þúsund kínverskra fiskiskipa og í raun er ekki vitað hve mörg þau eru. Áhafnir þeirra geta þó leitt stóra flota fiskiskipa í takt við markmið ríkisstjórnar Kína og hvaða hafsvæði Kínverjar gera tilkall til. Þannig geta Kínverjar í raun náð tökum á tilteknum svæðum með því að vera þar og jafnvel lengi. Vera skipanna við umdeildar eyjur og rif veldur spennu milli ríkja og hægt væri að nota aðgerðir ríkja eins og Filippseyja gegn flotanum sem átyllu til frekari aðgerða að hálfu Kínverja. Um svokallaðan óhefðbundin hernað er að ræða. Níu kínversk fiskiskip eru enn við Whitsunrif. Yfirvöld í Filippseyjum kölluðu sendiherra Kína þar í landi á teppið í dag og kröfðust þess að þeim skipum sem eftir eru við rifið verði siglt á brott, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Kínverskir erindrekar hafa sagt skipaflotann verið í vari við rifið vegna óveðurs á svæðinu. Utanríkisráðuneyti Filippseyja segir það ósatt. Kínverjar halda því fram að Filippseyingar séu að gera of mikið úr málinu. Bandaríkjamenn, bandamenn Filippseyja, hafa lýst því yfir að þeir standi við bakið á Filippseyjum í deilunni.
Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Tengdar fréttir Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00
Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægur Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. 25. ágúst 2020 14:01