Bjarni segist ekki þurfa leyfi til að leggja fram frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Fjármálaráðherra segist ekki þurfa leyfi frá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvörp en hún hefur gagnrýnt frumvarp hans um lífeyrissjóði. Það gangi á lífeyrisrétt yngsta fólksins og hafi verið lagt fram án samráðs. Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson. Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson.
Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira