Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2021 20:04 Steinar og Gréta, sem fluttu úr höfuðborginni í ágúst á síðasta ári og hafa notað tímann síðan til að vinna að endurbótum á endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöðina í Áskoti af miklum myndarskap Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni. Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira