Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. apríl 2021 09:04 Vilhjálmur og Boris: Á Ofurdeildin við ofurefli að etja? epa Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. Fyrirætlanir um stofnun Ofurdeildarinnar hafa klofið knattspyrnusamfélagið og sitt sýnist hverjum. Afstaða Vilhjálms kann þó að vigta meira en annarra en hann mun ekki bara erfa krúnuna heldur er hann forseti breska knattspyrnusambandsins (FA). Financial Times greinir frá því að stofnlið deildarinnar muni hagnast um 200 til 300 milljónir evra við stofnunina en í leiðara kallar blaðið átökin „baráttu um sál evrópskrar knattspyrnu“. Menningarmálaráðherrann Oliver Dowden segir stjórnvöld munu gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að ensk lið taki þátt í deildinni og þá hefur menntamálráðherrann Gavin Williamsson sagt að til greina komi að grípa til lagasetningar til að vernda hagsmuni enska boltans. Boris Johnson forsætisráðherra mun funda með FA, fulltrúum úrvalsdeildarinnar og aðáendum í dag til að ræða stöðu mála. Hann hefur sjálfur harmað fregnir af stofnun Ofurdeildarinnar og segir fegurð leiksins snúast um þá von sem býr í brjósti stuðningsmanna um að einn dag muni liðið þeirra ná á toppinn. „Þetta er leikurinn ykkar og þið getið verið viss um að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gefa þessum fáránlegu fyrirætlunum rauða spjaldið,“ sagði Johnson í Sun. Now, more than ever, we must protect the entire football community – from the top level to the grassroots – and the values of competition and fairness at its core.I share the concerns of fans about the proposed Super League and the damage it risks causing to the game we love. W— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) April 19, 2021 Bretland Fótbolti Ofurdeildin Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Fyrirætlanir um stofnun Ofurdeildarinnar hafa klofið knattspyrnusamfélagið og sitt sýnist hverjum. Afstaða Vilhjálms kann þó að vigta meira en annarra en hann mun ekki bara erfa krúnuna heldur er hann forseti breska knattspyrnusambandsins (FA). Financial Times greinir frá því að stofnlið deildarinnar muni hagnast um 200 til 300 milljónir evra við stofnunina en í leiðara kallar blaðið átökin „baráttu um sál evrópskrar knattspyrnu“. Menningarmálaráðherrann Oliver Dowden segir stjórnvöld munu gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að ensk lið taki þátt í deildinni og þá hefur menntamálráðherrann Gavin Williamsson sagt að til greina komi að grípa til lagasetningar til að vernda hagsmuni enska boltans. Boris Johnson forsætisráðherra mun funda með FA, fulltrúum úrvalsdeildarinnar og aðáendum í dag til að ræða stöðu mála. Hann hefur sjálfur harmað fregnir af stofnun Ofurdeildarinnar og segir fegurð leiksins snúast um þá von sem býr í brjósti stuðningsmanna um að einn dag muni liðið þeirra ná á toppinn. „Þetta er leikurinn ykkar og þið getið verið viss um að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gefa þessum fáránlegu fyrirætlunum rauða spjaldið,“ sagði Johnson í Sun. Now, more than ever, we must protect the entire football community – from the top level to the grassroots – and the values of competition and fairness at its core.I share the concerns of fans about the proposed Super League and the damage it risks causing to the game we love. W— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) April 19, 2021
Bretland Fótbolti Ofurdeildin Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira