„Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 21:01 Á myndinni til vinstri má sjá hve bólgin Seia er í andlitinu nú samanborið við áður. Aðsend Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, er algjörlega ráðþrota og langþreytt eftir að hún lenti í því fyrir nokkrum mánuðum, eftir að dregin var úr henni tönn, að geta ekki lengur opnað munninn. Hún þjáist af heilkenni sem kallast trismus sem lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Þar að auki er hún mjög bólgin í andliti og er misslæm milli daga. „Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia. Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
„Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia.
Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira