Tuttugu ár frá svanakjól Bjarkar á Óskarnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2021 10:01 Ógleymanlegt augnablik í tískusögunni, Björk á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001. Getty/KMazur Tuttugu ár eru síðan Ísland var senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni. Í Los Angeles þann 25. mars árið 2001 átti okkar eigin Björk Guðmundsdóttir ógleymanlegt augnablik. Julia Roberts vann óskarinn fyrir Erin Brockowitch og var líka valin best klædd á hátíðinni í Valentino síðkjól sínum. En það sem flestir muna eftir í dag er Björk á rauða dreglinum í svanakjólnum. Það skal tekið fram að Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna þetta kvöld. Björk var tilfnefnd fyrir besta lagið fyrir I’ve Seen It All úr Dancer in the Dark. Hún fór ekki heim með styttuna. Óskarsverðlaunin verða afhent á morgun í 93. skipti. Tuttugu ár eru liðin frá því að Björk var tilnefnd og enn hefur enginn náð að toppa svanakjólinn eftirminnilega. Sumir segja að þetta hafi verið eitt síðasta skiptið sem einhver virkilega þorði út fyrir kassann, þorði að klæðast einhverju skemmtilegu á þessum stóra viðburði. Ætti að vera á hæli Svanakjólinn er úr smiðju Marjan Pejoski. Kjólinn var úr hvítu tjull-efni og á honum voru ótal kristallar. En svanahálsinn og höfuðið sem virtist liggja á bringu söngkonunnar, er augnablik í tískunni sem gleymist seint. Marjan Pejoski svanakjóllinn sem íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir klæddist á Óskarnum árið 2001 mun seint renna fólki úr minni. Rauði dregillinn á þessari hátíð er oft fyrirsjáanlegur en Björk vildi nýta þetta tækifæri, ef hún skildi aldrei hljóta tilnefningu aftur. Eggin sex sem Björk skildi eftir um allan rauða dregilin voru einstaklega skemmtileg. Öryggisverðir á hátíðinni reyndu allt sitt besta að skila þeim til hennar jafn óðum og hún lagði þau. En viðbrögðin voru alls ekki jákvæð strax frá byrjun. BBC rifjaði upp að á meðan Björk gekk eftir rauða dreglinum sagði Joan Rivers: „Það ætti að leggja þessa stelpu inn á hæli,“ og var augljóslega mjög hissa á þessu uppátæki. „Þetta er örugglega það heimskulegasta sem ég hef séð,“ sagði Steven Cojocaru. En engum finnst þetta heimskulegt fataval í dag. Björk Guðmundsdóttir fékk ekki jákvæð viðbrögð í byrjun en kjóllinn er þó í dag einn sá eftirminnilegasti í sögu hátíðarinnar.Getty/Ron Davis Klassík í tískusögunni Ellen DeGeneres klæddist eftirlíkingu af svanakjólnum þegar hún var kynnir á Emmy verðlaununum, seinna sama ár. Árið eftir steig grínistin Kevin James á svið í svanakjól á People's Choice Awards. En þó að það hafi verið gert grín af þessum kjól í gegnum tíðina, er hann rifjaður upp fyrir hverja einustu Óskarsverðlaunahátíð. Valentino gerði sína útgáfu af svanakjólnum árið 2015 sem vakti mikla athygli. Kjóllinn hefur líka verið til sýnis á bæði The Met og MoMA. Hann var seldur á uppboði nokkrum árum eftir Óskarinn og rann ágóðinn allur til góðgerðarmála. Kjóllinn á meira að segja sína eigin Wikipedia síðu en þar kemur fram að Björk hafi látið gera tvö eintök af kjólnum og aðeins annað þeirra hafi verið selt á uppboðinu. Björk hefur nokkrum sinnum rætt kjólinn í viðtölum og hefur alltaf verið mjög skýr með það að hún var alls ekki að reyna að falla inn í fjöldann. Hún sá aldrei eftir þessu vali og klæddist honum líka á tónleikaherferð og framan á plötuumslaginu fyrir Vespertine. Tíska og hönnun Hollywood Óskarinn Tónlist Einu sinni var... Tengdar fréttir „Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“ Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag. 17. apríl 2021 10:41 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Já-fólkið hans Gísla Darra tilnefnd til Óskarsverðlauna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stutta teiknimyndin, í flokknum „Animated Short film“. Þetta var tilkynnt rétt í þessu í beinni útsendingu Óskarsverðlaunaakademíunnar. 15. mars 2021 13:26 Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Julia Roberts vann óskarinn fyrir Erin Brockowitch og var líka valin best klædd á hátíðinni í Valentino síðkjól sínum. En það sem flestir muna eftir í dag er Björk á rauða dreglinum í svanakjólnum. Það skal tekið fram að Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna þetta kvöld. Björk var tilfnefnd fyrir besta lagið fyrir I’ve Seen It All úr Dancer in the Dark. Hún fór ekki heim með styttuna. Óskarsverðlaunin verða afhent á morgun í 93. skipti. Tuttugu ár eru liðin frá því að Björk var tilnefnd og enn hefur enginn náð að toppa svanakjólinn eftirminnilega. Sumir segja að þetta hafi verið eitt síðasta skiptið sem einhver virkilega þorði út fyrir kassann, þorði að klæðast einhverju skemmtilegu á þessum stóra viðburði. Ætti að vera á hæli Svanakjólinn er úr smiðju Marjan Pejoski. Kjólinn var úr hvítu tjull-efni og á honum voru ótal kristallar. En svanahálsinn og höfuðið sem virtist liggja á bringu söngkonunnar, er augnablik í tískunni sem gleymist seint. Marjan Pejoski svanakjóllinn sem íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir klæddist á Óskarnum árið 2001 mun seint renna fólki úr minni. Rauði dregillinn á þessari hátíð er oft fyrirsjáanlegur en Björk vildi nýta þetta tækifæri, ef hún skildi aldrei hljóta tilnefningu aftur. Eggin sex sem Björk skildi eftir um allan rauða dregilin voru einstaklega skemmtileg. Öryggisverðir á hátíðinni reyndu allt sitt besta að skila þeim til hennar jafn óðum og hún lagði þau. En viðbrögðin voru alls ekki jákvæð strax frá byrjun. BBC rifjaði upp að á meðan Björk gekk eftir rauða dreglinum sagði Joan Rivers: „Það ætti að leggja þessa stelpu inn á hæli,“ og var augljóslega mjög hissa á þessu uppátæki. „Þetta er örugglega það heimskulegasta sem ég hef séð,“ sagði Steven Cojocaru. En engum finnst þetta heimskulegt fataval í dag. Björk Guðmundsdóttir fékk ekki jákvæð viðbrögð í byrjun en kjóllinn er þó í dag einn sá eftirminnilegasti í sögu hátíðarinnar.Getty/Ron Davis Klassík í tískusögunni Ellen DeGeneres klæddist eftirlíkingu af svanakjólnum þegar hún var kynnir á Emmy verðlaununum, seinna sama ár. Árið eftir steig grínistin Kevin James á svið í svanakjól á People's Choice Awards. En þó að það hafi verið gert grín af þessum kjól í gegnum tíðina, er hann rifjaður upp fyrir hverja einustu Óskarsverðlaunahátíð. Valentino gerði sína útgáfu af svanakjólnum árið 2015 sem vakti mikla athygli. Kjóllinn hefur líka verið til sýnis á bæði The Met og MoMA. Hann var seldur á uppboði nokkrum árum eftir Óskarinn og rann ágóðinn allur til góðgerðarmála. Kjóllinn á meira að segja sína eigin Wikipedia síðu en þar kemur fram að Björk hafi látið gera tvö eintök af kjólnum og aðeins annað þeirra hafi verið selt á uppboðinu. Björk hefur nokkrum sinnum rætt kjólinn í viðtölum og hefur alltaf verið mjög skýr með það að hún var alls ekki að reyna að falla inn í fjöldann. Hún sá aldrei eftir þessu vali og klæddist honum líka á tónleikaherferð og framan á plötuumslaginu fyrir Vespertine.
Tíska og hönnun Hollywood Óskarinn Tónlist Einu sinni var... Tengdar fréttir „Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“ Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag. 17. apríl 2021 10:41 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Já-fólkið hans Gísla Darra tilnefnd til Óskarsverðlauna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stutta teiknimyndin, í flokknum „Animated Short film“. Þetta var tilkynnt rétt í þessu í beinni útsendingu Óskarsverðlaunaakademíunnar. 15. mars 2021 13:26 Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“ Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag. 17. apríl 2021 10:41
Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12
Já-fólkið hans Gísla Darra tilnefnd til Óskarsverðlauna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stutta teiknimyndin, í flokknum „Animated Short film“. Þetta var tilkynnt rétt í þessu í beinni útsendingu Óskarsverðlaunaakademíunnar. 15. mars 2021 13:26
Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53