Hafa aldrei unnið í Njarðvík en sigur í kvöld setur mikla spennu í fallbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Eysteinn Bjarni Ævarsson og félagar í Hetti verða helst að vinna leikinn í Njarðvík í kvöld. Vísir/Vilhelm Stórleikur kvöldsins er leikur upp á líf eða dauða í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin munu ráða miklu um framhaldið í fallbaráttunni. Höttur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn í Njarðvík gætu verið í erfiðum málum tapi þeir þessum mikilvæga leik. Njarðvíkingar eru á óvenjulegum slóðum í karlakörfunni enda að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í stað þess að berjast fyrir góðum stað inn í úrslitakeppnina. Sigur í fyrsta leik eftir stopp gefur Njarðvíkurliðinu von um bjartari daga framundan en það breytir samt ekki miklu um mikilvægi leiksins í kvöld. Leikurinn á móti Hetti á heimavelli í kvöld gæti farið langt með að bjarga liðinu frá falli en tap gæti sökkt Njarðvíkingum aftur á bólakaf í ólgusjó fallbaráttunnar. Njarðvík er með tólf stig, tveimur meira en Haukar og fjórum stigum meira en Höttur. Hattarmenn yrðu sex stigum á eftir Njarðvík tapi þeir leiknum í kvöld. Höttur er komið á botn deildarinnar eftir fimm töp í röð og á sama tíma tvo Haukasigra í röð. Hattarmenn verða bara að vinna í kvöld en þeir hafa aldrei unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í efstu deild. Næst komust þeir að vinna í Njarðvík í fyrstu umferðinni tímabilið 2015-16 en Njarðvík hafði þá betur í framlengingu. Hattarmenn unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Egilsstöðum í vetur (88-83) og fá því ekki aðeins tvö stig með sigri í kvöld heldur einnig betri innbyrðis stöðu á móti Njarðvík. Þar sem Njarðvíkingar eru einnig undir innbyrðis á móti Haukum þá myndi tap í kvöld þýða að það nægði bæði Hetti og Haukum að jafna Njarðvíkinga að stigum. Leikur Njarðvíkur og Hattar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Strax á eftir verður síðan Dominos Körfuboltakvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu gera upp alla átjándu umferðina. Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Sjá meira
Höttur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn í Njarðvík gætu verið í erfiðum málum tapi þeir þessum mikilvæga leik. Njarðvíkingar eru á óvenjulegum slóðum í karlakörfunni enda að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í stað þess að berjast fyrir góðum stað inn í úrslitakeppnina. Sigur í fyrsta leik eftir stopp gefur Njarðvíkurliðinu von um bjartari daga framundan en það breytir samt ekki miklu um mikilvægi leiksins í kvöld. Leikurinn á móti Hetti á heimavelli í kvöld gæti farið langt með að bjarga liðinu frá falli en tap gæti sökkt Njarðvíkingum aftur á bólakaf í ólgusjó fallbaráttunnar. Njarðvík er með tólf stig, tveimur meira en Haukar og fjórum stigum meira en Höttur. Hattarmenn yrðu sex stigum á eftir Njarðvík tapi þeir leiknum í kvöld. Höttur er komið á botn deildarinnar eftir fimm töp í röð og á sama tíma tvo Haukasigra í röð. Hattarmenn verða bara að vinna í kvöld en þeir hafa aldrei unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í efstu deild. Næst komust þeir að vinna í Njarðvík í fyrstu umferðinni tímabilið 2015-16 en Njarðvík hafði þá betur í framlengingu. Hattarmenn unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Egilsstöðum í vetur (88-83) og fá því ekki aðeins tvö stig með sigri í kvöld heldur einnig betri innbyrðis stöðu á móti Njarðvík. Þar sem Njarðvíkingar eru einnig undir innbyrðis á móti Haukum þá myndi tap í kvöld þýða að það nægði bæði Hetti og Haukum að jafna Njarðvíkinga að stigum. Leikur Njarðvíkur og Hattar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Strax á eftir verður síðan Dominos Körfuboltakvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu gera upp alla átjándu umferðina. Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Sjá meira