Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:57 Farið var með um 2,1 milljón atkvæða úr Maricopa-sýslu og kosningavélar á leikvang í Phoenix þar sem einkafyrirtæki ætlar að fara yfir þær. Endurtalningin er afar óhefðbundin og fylgir ekki hefðbundnum reglum ríkisins um þær. AP/Ross D. Franklin Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira