Hvað með allt hitt? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:00 Það var dapurlegt að horfa á Kveik í gærkvöldi þar sem flett var ofan af sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina. Það skal tekið fram að LIVE og VR eru með sitt eigið skráningarkerfi og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli. En hugsið ykkur að ef eitt fyrirtæki sem starfar svo nálægt sjóðunum og sérfræðingum þeirra kemst upp með svona lagað óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt? Hvernig er eftirliti með fjárfestingum háttað þegar nýráðin framkvæmdastjóri stéttarfélags fer að gera athugasemdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur viðgengist um áraraðir ofan í hálsmáli sjóðanna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna. Mín reynsla af þeim spillingarmálum sem komið hafa upp síðustu árin eru að sjóðirnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rannsaka og sækja rétt sinn fyrir hönd eigenda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orðspor stjórnenda meira en raunverulegir hagsmunir sjóðfélaga. Þetta eru stór orð en auðvelt er að rökstyðja með spurningu: Hversu oft hafa lífeyrissjóðirnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um sviksamlegt athæfi gagnvart þeim? Ég held að flestir viti svarið. Þó er hægt að nefna hrunmálin, alþjóðleg endurskoðendafyrirtæki hrunfyrirtækjanna sem kvittuðu uppá að allt væri í lagi, gjaldmiðlaafleiður lífeyrissjóðanna fyrir hrun, Bakkavararmálið 2015 þar sem sjóðirnir töpuðu að lágmarki 50 til 60 milljörðum, kísilverin, Lindarvatn, Upphaf, Gamma og svo mætti lengi lengi telja. Af nægu er að taka en ekki virðist nokkur áhugi á að gera neitt í einu eða neinu nema það komi uppá yfirborðið með þeim hætti sem Kveikur fjallaði um. Versta form spillingar er ekki glæpurinn sjálfur, heldur að vita af honum og aðhafast ekkert, meðvirknin og þöggunin er frjór jarðvegur spillingar og ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna er mikill. Maður hefði ætlað að hryna afsagna kæmi nú í kjölfarið en ekkert mun raunverulega breytast. En svona gerast hlutirnir þegar farið er með annara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitraða kúltúr er að heildarendurskoðun fari fram á starfsemi lífeyrissjóða og að sjóðfélagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir spilling og sviksemi en aðhaldið yrði margfalt betra og meira, því verra getur þetta ekki orðið. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að horfa á Kveik í gærkvöldi þar sem flett var ofan af sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina. Það skal tekið fram að LIVE og VR eru með sitt eigið skráningarkerfi og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli. En hugsið ykkur að ef eitt fyrirtæki sem starfar svo nálægt sjóðunum og sérfræðingum þeirra kemst upp með svona lagað óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt? Hvernig er eftirliti með fjárfestingum háttað þegar nýráðin framkvæmdastjóri stéttarfélags fer að gera athugasemdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur viðgengist um áraraðir ofan í hálsmáli sjóðanna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna. Mín reynsla af þeim spillingarmálum sem komið hafa upp síðustu árin eru að sjóðirnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rannsaka og sækja rétt sinn fyrir hönd eigenda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orðspor stjórnenda meira en raunverulegir hagsmunir sjóðfélaga. Þetta eru stór orð en auðvelt er að rökstyðja með spurningu: Hversu oft hafa lífeyrissjóðirnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um sviksamlegt athæfi gagnvart þeim? Ég held að flestir viti svarið. Þó er hægt að nefna hrunmálin, alþjóðleg endurskoðendafyrirtæki hrunfyrirtækjanna sem kvittuðu uppá að allt væri í lagi, gjaldmiðlaafleiður lífeyrissjóðanna fyrir hrun, Bakkavararmálið 2015 þar sem sjóðirnir töpuðu að lágmarki 50 til 60 milljörðum, kísilverin, Lindarvatn, Upphaf, Gamma og svo mætti lengi lengi telja. Af nægu er að taka en ekki virðist nokkur áhugi á að gera neitt í einu eða neinu nema það komi uppá yfirborðið með þeim hætti sem Kveikur fjallaði um. Versta form spillingar er ekki glæpurinn sjálfur, heldur að vita af honum og aðhafast ekkert, meðvirknin og þöggunin er frjór jarðvegur spillingar og ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna er mikill. Maður hefði ætlað að hryna afsagna kæmi nú í kjölfarið en ekkert mun raunverulega breytast. En svona gerast hlutirnir þegar farið er með annara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitraða kúltúr er að heildarendurskoðun fari fram á starfsemi lífeyrissjóða og að sjóðfélagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir spilling og sviksemi en aðhaldið yrði margfalt betra og meira, því verra getur þetta ekki orðið. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar