Gjaldeyrissölu vegna faraldursins hætt Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 17:59 Seðlabankinn byrjaði að selja gjaldeyri reglubundið eftir að gengi krónunnar hafði veikt töluvert og verðmyndun á gjaldeyrismarkaði var óskilvirk vegna áhrifa faraldursins í fyrra. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands ætlar að hætt reglubundinni sölu á gjaldeyri á mánudaginn en salan hófst í september vegna áhrif kórónuveirufaraldursins á innlendan gjaldeyrismarkað. Bankinn hefur selt 453 milljónir evra, jafnvirði 71,2 milljarða króna frá 14. september. Í ljósi gengisstyrkingar íslensku krónunnar undanfarnar vikur og betra jafnvægis á gjaldeyrismarkaði telur Seðlabankinn ekki lengur þörf fyrir reglulega gjaldeyrissölu, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Henni verður því hætt frá og með mánudeginum 3. maí. Hann muni þó áfram grípa inn í markaðinn til að draga úr sveiflum eftir því sem hann telji tilefni til. Byrjað var á reglubundnu gjaldeyrissölunni 14. September þegar gengi krónunnar hafði veikst töluvert vegna mikils samdráttar útflutningstekna og fjármagnshreyfinga og verðmyndun á gjaldeyrismarkaði var talin óskilvirk. Mat bankans var að aukið og stöðugt framboð á gjaldeyri úr forða bankans leiddi til aukins stöðugleika á gjaldeyrismarkaðnum. Gjaldeyrissalan fór þannig fram að Seðlabankinn seldi viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði þrjár milljónir evra hvern viðskiptadag. Dregið var úr umfangi og tíðni sölunnar með fækkun viðskiptadaga úr fimm í þrjá 7. apríl, en fjárhæð hverrar gjaldeyrissölu var óbreytt. Reglubundin gjaldeyrissala nam 50,8% af heildarveltu bankans með gjaldeyri á tímabilinu 14. september 2020 til 30. apríl 2021, og 22,2% af heildarveltu gjaldeyrismarkaðarins. Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Í ljósi gengisstyrkingar íslensku krónunnar undanfarnar vikur og betra jafnvægis á gjaldeyrismarkaði telur Seðlabankinn ekki lengur þörf fyrir reglulega gjaldeyrissölu, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Henni verður því hætt frá og með mánudeginum 3. maí. Hann muni þó áfram grípa inn í markaðinn til að draga úr sveiflum eftir því sem hann telji tilefni til. Byrjað var á reglubundnu gjaldeyrissölunni 14. September þegar gengi krónunnar hafði veikst töluvert vegna mikils samdráttar útflutningstekna og fjármagnshreyfinga og verðmyndun á gjaldeyrismarkaði var talin óskilvirk. Mat bankans var að aukið og stöðugt framboð á gjaldeyri úr forða bankans leiddi til aukins stöðugleika á gjaldeyrismarkaðnum. Gjaldeyrissalan fór þannig fram að Seðlabankinn seldi viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði þrjár milljónir evra hvern viðskiptadag. Dregið var úr umfangi og tíðni sölunnar með fækkun viðskiptadaga úr fimm í þrjá 7. apríl, en fjárhæð hverrar gjaldeyrissölu var óbreytt. Reglubundin gjaldeyrissala nam 50,8% af heildarveltu bankans með gjaldeyri á tímabilinu 14. september 2020 til 30. apríl 2021, og 22,2% af heildarveltu gjaldeyrismarkaðarins.
Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira