Hafa borið kennsl á 32 hinna látnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 13:48 Minnst 45 létust í slysinu. EPA-EFE/ATEF SAFADI Kennsl hafa verið borin á 32 þeirra sem létust í átroðningi á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í fyrrakvöld. Minnst 45 létust í slysinu og á annað hundrað særðust. Hlé var gert á vinnunni við að bera kennsl á líkin í gærkvöldi, vegna Sabbath sem er heilagur hvíldardagur Gyðinga. Gert er ráð fyrir að vinna við að bera kennsl á hina látnu haldi áfram eftir sólsetur í kvöld að því er fram kemur í frétt BBC. Hátíðin Lag B'Omer er haldin á átjánda degi iyar, áttunda mánuði hebreska tímatalsins. Þá ferðast tugir þúsunda rétttrúnaðargyðinga til bæjarins Meron, dansa, leggjast á bæn og minnast rabbínans Shimons bar Yochai. Hátíðarhöldum er að miklu leyti skipt eftir kynjum og átti slys gærdagsins sér stað karlamegin. Mikill fjöldi tróðst þannig undir þegar mannmergð reyndi að koma sér í gegnum þröngan gang og niður sleipar málmtröppur, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir sjónarvottum. Ísraelska blaðið Haaretz segir að fólk hafi dottið í tröppunum og þannig fellt aðra. Talið er að nokkrir hinna látnu hafi verið erlendir ríkisborgarar, meðal annars Bandaríkjamenn og þá er 24 ára gamall Breti sagður meðal hinna látnu. Ísraelska heilbrigðisráðuneytið hefur sagt að hugsanlega þurfi að greina bæði fingraför og tennur til að bera kennsl á hina látnu. Þjóðarsorg var lýst yfir í Ísrael vegna slyssins. Ísrael Trúmál Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hlé var gert á vinnunni við að bera kennsl á líkin í gærkvöldi, vegna Sabbath sem er heilagur hvíldardagur Gyðinga. Gert er ráð fyrir að vinna við að bera kennsl á hina látnu haldi áfram eftir sólsetur í kvöld að því er fram kemur í frétt BBC. Hátíðin Lag B'Omer er haldin á átjánda degi iyar, áttunda mánuði hebreska tímatalsins. Þá ferðast tugir þúsunda rétttrúnaðargyðinga til bæjarins Meron, dansa, leggjast á bæn og minnast rabbínans Shimons bar Yochai. Hátíðarhöldum er að miklu leyti skipt eftir kynjum og átti slys gærdagsins sér stað karlamegin. Mikill fjöldi tróðst þannig undir þegar mannmergð reyndi að koma sér í gegnum þröngan gang og niður sleipar málmtröppur, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir sjónarvottum. Ísraelska blaðið Haaretz segir að fólk hafi dottið í tröppunum og þannig fellt aðra. Talið er að nokkrir hinna látnu hafi verið erlendir ríkisborgarar, meðal annars Bandaríkjamenn og þá er 24 ára gamall Breti sagður meðal hinna látnu. Ísraelska heilbrigðisráðuneytið hefur sagt að hugsanlega þurfi að greina bæði fingraför og tennur til að bera kennsl á hina látnu. Þjóðarsorg var lýst yfir í Ísrael vegna slyssins.
Ísrael Trúmál Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16
Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49