Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 87-79 | Gestirnir í vondum málum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. maí 2021 21:51 Haukar Grindavik Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Það var fallegt vorkvöld í hlíðunum þar sem heimamenn í Val tóku á móti Haukum. Valsmenn fyrir leikinn í sjötta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og KR og Grindavík. Með sigri myndu þeir færast upp í fjórða sætið. Haukarnir á botninum fyrir leikinn en pakkinn þar er þéttur og allt getur gerst í lokaumferðunum. Haukarnir byrjuðu betur og leiddi bæði eftir fyrsta og annan leikhluta. Um miðbik síðari hálfleiks tóku heimamenn frumkvæðið og sigldu þessu þægilega heim í lokin. Lokatölur 87-79. Bestir hjá heimamönnum voru þeir Sinisa Bilic með 26 stig og Jordan Roland með 31. Hjá Haukum var Pablo Bertone atkvæðamestur með 19 stig. Haukarnir byrjuðu leikinn betur og komust í 5-11 og 15-25. Þarna voru þeir að hreyfa boltann virkilega vel sem skóp talsverð vandræði fyrir vörn Vals. Margir að skora á þessum tímapunkti og mikið flæði í sókninni. Hjá Val var sá eini með lífsmarki Sinisa Bilic sem skoraði alls kyns körfur í fyrsta leikhluta og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Í öðrum leikhluta hélt það sama áfram. Bilic að skora góðar körfur en hann fékk ekki mikla hjálp frá félögum sínum í Valsliðinu. Undirritaður hafði þó á tilfinningunni að Haukarnir þyrftu að smíða sér meiri forystu því Jordan Roland skoraði einungis 7 stig í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 34-37 gestunum í vil. Það kom á daginn að Jordan Roland hefur fengið sér sama djús og liðsfélagar Michael Jordan í kvikmyndinni Space Jam. Hann mætti gríðarlega einbeittur í leikhlutann, barðist varnarlega og var að setja oft á tíðum ótrúleg skot. Jordan skoraði 17 stig í leikhlutanum og allt í einu voru Valsarar komnir með forystuna þrátt fyrir lítið framlag frá lykilmönnum. Fjórði leikhlutinn var svo eign heimamanna. Haukarnir voru í stökustu vandræðum með að finna góð skot og tókst ekki að finna neinar glufur á firnasterkri vörn Vals. Þegar Pablo Bertone fór svo útaf með sína fimmtu villu lá ljóst fyrir að svanasöngur Hauka var hafinn. Valur kláraði svo leikinn þægilega og vann átta stiga sigur, 87-79. Hvers vegna vann Valur? Að mati fréttaritara Vísis þá sigraði Valur þennan leik á hreinum einstaklingsgæðum. Sinisa Bilic og þá sérstaklega Jordan Roland tóku sig til og unnu þennan leik fyrir Val á sóknarhelmingnum. Varnarlega þá átti Hjálmar Stefánsson einu sinni sem oftar frábæra innkomu. Hjálmar gerði Pablo Bertone virkilega erfitt fyrir og fiskaði líka síðustu villuna hans Bertone eftir stolinn bolta. Hvað gekk vel? Hjá heimamönnum gekk betur að trufla Haukaliðið þegar Hansel Atencía og Bertone náðu ekki lengur að brjóta sér leið að körfunni og opna þannig fyrir liðsfélaga sína. Fantagóður varnarleikur úti á vellinum skilaði þessu að miklu leiti. Hvað gekk illa? Þegar aðalsóknarmenn Hauka, Hansel og Bertone fóru að drippla alltof mikið þá fraus sóknin hjá liðinu. Munurinn á liðunum tölfræðilega er mjög lítill þannig að þessi leikur vannst á litlu hlutunum eins og að henda sér á lausa bolta eða setja erfið skot. Þar höfðu heimamenn vinninginn í síðari hálfleik. Hvað næst? Það liggur ljóst fyrir að ætli Haukarnir að halda sér í deildinni þá þurfa þeir að vinna síðustu tvo leikina sína. Á móti Hetti og Þór Akureyri. Risastórt verkefni sem bíður Sævalds og hans lærisveina. Valur á útileik á móti Keflavík í næstu umferð sem verður virkilega áhugaverður áður en þeir loka tímabilinu hjá sér á móti Grindavík. Þeir þurfa helst að vinna annan leikinn til þess að halda sér í efstu fjórum sætum deildarinnar. Finnur: Þetta er það sem við vitum að Hjálmar getur gert Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var að vonum sáttur í leikslok eftir að Valsmenn unnu sigur á Haukum í Domino's deild karla í kvöld. „Við byrjuðum illa sóknarlega og tókst ekki að leysa alveg strax hvernig þeir ætluðu að spila vörnina á okkur. En svo þegar við náðum að finna Jordan betur þá kom betra flæði í þetta. Varnarleikurinn okkar varð aðeins betri. Haukarnir gera svakalega vel að hreyfa boltann og gefa aukasendinguna og svona. Þeir gerðu virkilega vel og ég er gríðarlega ánægður með að sigra þennan.“ Aðspurður sagði Finnur að varnarframlag Hjálmars Stefánssonar hafi verið virkilega gott en Hjálmar tók að sér að dekka Pablo Bertone. „Þetta er það sem við vitum að Hjálmar geti gert. Hann hefur marga góða kosti en sennilega hans besti kostur er að spila vörn á bakverði andstæðingana. Bertone er geggjaður leikmaður og Haukarnir vel mannaðir. En Hjálmar gerði virkilega vel og þegar hinir gæjarnir komu og við náðum að binda vörnina saman þá fannst mér við vera með þetta.“ Við sigurinn fara Valsmenn í fjórða sæti deildarinnar. „Já við stefnum á að vinna alla leiki og sjá bara til hvert það tekur okkur. Við eigum eftir að spila á móti besta liði landsins í Keflavík á föstudaginn og eigum svo Grindavík heima. Það kom aðeins meira varnarintensity heldur en í Þorlákshöfn í síðasta leik og við verðum bara að byggja á því.“ Mér finnst sjálfum mjög auðvelt að dekka hann Kristófer Acox leikmaður Vals var ánægður með sigurinn. „Já við náðum loksins að tengja saman stopp. En við ætluðum að byrja leikinn sterkt eins og við höfum gert of sjaldan í vetur. Við náðum að tengja saman stoppin betur í fjórða leikhluta og það skilaði þessu.“ Kristófer sjálfur var í villuvandræðum og var mjög sáttur við hversu vel breidd liðsins kom í ljós þrátt fyrir það. „Já við erum með þessa breidd sem mun hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Þegar að menn eiga off dag, lenda í villuvandræðum eða hvað sem er þá höfum við menn á bekknum sem geta stigið upp. Það hjálpar sérstaklega að vera með menn eins og Hjálmar sem getur komið inn og breytt leiknum varnarlega.“ Aðspurður um hvernig það væri að æfa með manni eins og Jordan Roland þá sló Kristófer á létta strengi „Hann er náttúrulega með þetta allt í sínum poka og það getur verið erfitt að eiga við hann. Mér finnst sjálfum mjög auðvelt að dekka hann. Hann gerir þetta bæði á æfingum og í leikjum hann var óheppinn í fyrri hálfleik eins og á móti Hetti þannig að við áttum hann inni en hann svarar kallinu eins og áður.“ Dominos-deild karla Valur Haukar
Það var fallegt vorkvöld í hlíðunum þar sem heimamenn í Val tóku á móti Haukum. Valsmenn fyrir leikinn í sjötta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og KR og Grindavík. Með sigri myndu þeir færast upp í fjórða sætið. Haukarnir á botninum fyrir leikinn en pakkinn þar er þéttur og allt getur gerst í lokaumferðunum. Haukarnir byrjuðu betur og leiddi bæði eftir fyrsta og annan leikhluta. Um miðbik síðari hálfleiks tóku heimamenn frumkvæðið og sigldu þessu þægilega heim í lokin. Lokatölur 87-79. Bestir hjá heimamönnum voru þeir Sinisa Bilic með 26 stig og Jordan Roland með 31. Hjá Haukum var Pablo Bertone atkvæðamestur með 19 stig. Haukarnir byrjuðu leikinn betur og komust í 5-11 og 15-25. Þarna voru þeir að hreyfa boltann virkilega vel sem skóp talsverð vandræði fyrir vörn Vals. Margir að skora á þessum tímapunkti og mikið flæði í sókninni. Hjá Val var sá eini með lífsmarki Sinisa Bilic sem skoraði alls kyns körfur í fyrsta leikhluta og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Í öðrum leikhluta hélt það sama áfram. Bilic að skora góðar körfur en hann fékk ekki mikla hjálp frá félögum sínum í Valsliðinu. Undirritaður hafði þó á tilfinningunni að Haukarnir þyrftu að smíða sér meiri forystu því Jordan Roland skoraði einungis 7 stig í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 34-37 gestunum í vil. Það kom á daginn að Jordan Roland hefur fengið sér sama djús og liðsfélagar Michael Jordan í kvikmyndinni Space Jam. Hann mætti gríðarlega einbeittur í leikhlutann, barðist varnarlega og var að setja oft á tíðum ótrúleg skot. Jordan skoraði 17 stig í leikhlutanum og allt í einu voru Valsarar komnir með forystuna þrátt fyrir lítið framlag frá lykilmönnum. Fjórði leikhlutinn var svo eign heimamanna. Haukarnir voru í stökustu vandræðum með að finna góð skot og tókst ekki að finna neinar glufur á firnasterkri vörn Vals. Þegar Pablo Bertone fór svo útaf með sína fimmtu villu lá ljóst fyrir að svanasöngur Hauka var hafinn. Valur kláraði svo leikinn þægilega og vann átta stiga sigur, 87-79. Hvers vegna vann Valur? Að mati fréttaritara Vísis þá sigraði Valur þennan leik á hreinum einstaklingsgæðum. Sinisa Bilic og þá sérstaklega Jordan Roland tóku sig til og unnu þennan leik fyrir Val á sóknarhelmingnum. Varnarlega þá átti Hjálmar Stefánsson einu sinni sem oftar frábæra innkomu. Hjálmar gerði Pablo Bertone virkilega erfitt fyrir og fiskaði líka síðustu villuna hans Bertone eftir stolinn bolta. Hvað gekk vel? Hjá heimamönnum gekk betur að trufla Haukaliðið þegar Hansel Atencía og Bertone náðu ekki lengur að brjóta sér leið að körfunni og opna þannig fyrir liðsfélaga sína. Fantagóður varnarleikur úti á vellinum skilaði þessu að miklu leiti. Hvað gekk illa? Þegar aðalsóknarmenn Hauka, Hansel og Bertone fóru að drippla alltof mikið þá fraus sóknin hjá liðinu. Munurinn á liðunum tölfræðilega er mjög lítill þannig að þessi leikur vannst á litlu hlutunum eins og að henda sér á lausa bolta eða setja erfið skot. Þar höfðu heimamenn vinninginn í síðari hálfleik. Hvað næst? Það liggur ljóst fyrir að ætli Haukarnir að halda sér í deildinni þá þurfa þeir að vinna síðustu tvo leikina sína. Á móti Hetti og Þór Akureyri. Risastórt verkefni sem bíður Sævalds og hans lærisveina. Valur á útileik á móti Keflavík í næstu umferð sem verður virkilega áhugaverður áður en þeir loka tímabilinu hjá sér á móti Grindavík. Þeir þurfa helst að vinna annan leikinn til þess að halda sér í efstu fjórum sætum deildarinnar. Finnur: Þetta er það sem við vitum að Hjálmar getur gert Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var að vonum sáttur í leikslok eftir að Valsmenn unnu sigur á Haukum í Domino's deild karla í kvöld. „Við byrjuðum illa sóknarlega og tókst ekki að leysa alveg strax hvernig þeir ætluðu að spila vörnina á okkur. En svo þegar við náðum að finna Jordan betur þá kom betra flæði í þetta. Varnarleikurinn okkar varð aðeins betri. Haukarnir gera svakalega vel að hreyfa boltann og gefa aukasendinguna og svona. Þeir gerðu virkilega vel og ég er gríðarlega ánægður með að sigra þennan.“ Aðspurður sagði Finnur að varnarframlag Hjálmars Stefánssonar hafi verið virkilega gott en Hjálmar tók að sér að dekka Pablo Bertone. „Þetta er það sem við vitum að Hjálmar geti gert. Hann hefur marga góða kosti en sennilega hans besti kostur er að spila vörn á bakverði andstæðingana. Bertone er geggjaður leikmaður og Haukarnir vel mannaðir. En Hjálmar gerði virkilega vel og þegar hinir gæjarnir komu og við náðum að binda vörnina saman þá fannst mér við vera með þetta.“ Við sigurinn fara Valsmenn í fjórða sæti deildarinnar. „Já við stefnum á að vinna alla leiki og sjá bara til hvert það tekur okkur. Við eigum eftir að spila á móti besta liði landsins í Keflavík á föstudaginn og eigum svo Grindavík heima. Það kom aðeins meira varnarintensity heldur en í Þorlákshöfn í síðasta leik og við verðum bara að byggja á því.“ Mér finnst sjálfum mjög auðvelt að dekka hann Kristófer Acox leikmaður Vals var ánægður með sigurinn. „Já við náðum loksins að tengja saman stopp. En við ætluðum að byrja leikinn sterkt eins og við höfum gert of sjaldan í vetur. Við náðum að tengja saman stoppin betur í fjórða leikhluta og það skilaði þessu.“ Kristófer sjálfur var í villuvandræðum og var mjög sáttur við hversu vel breidd liðsins kom í ljós þrátt fyrir það. „Já við erum með þessa breidd sem mun hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Þegar að menn eiga off dag, lenda í villuvandræðum eða hvað sem er þá höfum við menn á bekknum sem geta stigið upp. Það hjálpar sérstaklega að vera með menn eins og Hjálmar sem getur komið inn og breytt leiknum varnarlega.“ Aðspurður um hvernig það væri að æfa með manni eins og Jordan Roland þá sló Kristófer á létta strengi „Hann er náttúrulega með þetta allt í sínum poka og það getur verið erfitt að eiga við hann. Mér finnst sjálfum mjög auðvelt að dekka hann. Hann gerir þetta bæði á æfingum og í leikjum hann var óheppinn í fyrri hálfleik eins og á móti Hetti þannig að við áttum hann inni en hann svarar kallinu eins og áður.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti