Lífið

Tóku upp dans­mynd­band við Euro­vision lag Daða Freys á gossvæðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flosi og hópurinn tók upp skemmtilegt myndband. 
Flosi og hópurinn tók upp skemmtilegt myndband. 

Eurovision mánuðurinn er hafinn og aðdáendur gera hvað sem þeir geta til að halda stemningunni uppi og styðja sitt fólk með allskonar leiðum. Vegna sóttvarnarreglna er því miður nánast hægt að afskrifa fyrir aðdáendur að ferðast til Rotterdam.

Þau Flosi Jón Ófeigsson, Caryna Gladys Bolívar Serge, Árný Eggertsdóttir og Hulda Hrönn Bartels Jónsdóttir, öll sjóðheitir Eurovisionaðdáendur slógu tvær flugur í einu höggi um helgina og nýttu sér gönguna að gosinu og tóku upp Zumba dans við lag Daða og Gagnamagnsins 10 years.

Flosi og Caryna kenna Zumba í Reebok Fitness og er orðinn hefð semja nokkrar rútínur við Eurovision lög ár hvert.

Flosi sem er einnig formaður FÁSES sem er skammstöfunin á Félagi Áhugafólks Um Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva, segir í samtali við Vísi að aðdáendur deyja ekki ráðalausir þegar kemur að halda Eurovision andanum uppi. Það sé vissuleg vonbrigði að hitta ekki alla vini sína úti á keppninni sjálfri en það sé allt betra en að aflýsa keppninni eins og allir vita að sú var raunin var í fyrra.

FÁSES stefnir í hörku prógram í Eurovision vikunni og segir Flosi að verið sé að vinna í að hefja samstarf við stað þar sem aðdáendur geta hist og horft á allar þrjár keppninar með og troðfull dagskrá í kringum þær. Við viljum byggja upp stemnignuna þá vikuna og ætlum við að reyna að tjalda öllu til þegar við vonandi sjáum Daða og Gagnamagnið stíga á svið á úrslitakvöldinu. Flosi bendir á í lokin að heimasíða þeirra verði með púlsinn á öllu þegar æfingar hefjast 8. maí og hvetur alla til að fylgjast með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.