Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2021 23:33 Eric Nelson og Derek Chauvin, eftir að Chauvin var dæmdur fyrir að myrða George Floyd. Vísir/AP Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. Hann segir ýmsa vankanta hafa verið á réttarhöldunum og að dómurinn gegn Chauvin hafi verið gegn lögum. Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum. Það er gífurlega sjaldgæft að lögregluþjónn sé dæmdur fyrir að bana manni á vakt í Bandaríkjunum. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að meðal þeirra ástæðna sem Nelson byggir kröfu sína á sé að dómarinn hafi brotið á réttindum Chauvin og neitað honum sanngjörn réttarhöld. Það hafi dómarinn Peter Cahill gert þegar hann neitaði beiðni Nelson um að flytja réttarhöldin í aðra sýslu vegna umfjöllunar í aðdraganda þeirra. Nelson segir að umfjöllun um morðið hafi haft áhrif á réttarhöldin. Þá er hann ósáttur við að dómarinn hafi neitað að einangra kviðdómendur algerlega og loka á aðgang þeirra að fjölmiðlum á meðan á réttarhöldunum stóð. Lögmaðurinn segir kviðdómendur hafa verið undir þrýstingi varðandi það að sakfella Chauvin. Í kröfu sinni segir hann einnig að kviðdómendur hafi brotið af sér en tíundar ekki hvernig. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30 Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. 20. apríl 2021 16:33 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Hann segir ýmsa vankanta hafa verið á réttarhöldunum og að dómurinn gegn Chauvin hafi verið gegn lögum. Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum. Það er gífurlega sjaldgæft að lögregluþjónn sé dæmdur fyrir að bana manni á vakt í Bandaríkjunum. Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó. Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að meðal þeirra ástæðna sem Nelson byggir kröfu sína á sé að dómarinn hafi brotið á réttindum Chauvin og neitað honum sanngjörn réttarhöld. Það hafi dómarinn Peter Cahill gert þegar hann neitaði beiðni Nelson um að flytja réttarhöldin í aðra sýslu vegna umfjöllunar í aðdraganda þeirra. Nelson segir að umfjöllun um morðið hafi haft áhrif á réttarhöldin. Þá er hann ósáttur við að dómarinn hafi neitað að einangra kviðdómendur algerlega og loka á aðgang þeirra að fjölmiðlum á meðan á réttarhöldunum stóð. Lögmaðurinn segir kviðdómendur hafa verið undir þrýstingi varðandi það að sakfella Chauvin. Í kröfu sinni segir hann einnig að kviðdómendur hafi brotið af sér en tíundar ekki hvernig.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30 Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. 20. apríl 2021 16:33 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30
Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00
Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30
Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. 20. apríl 2021 16:33