Lehmann rekinn eftir rasísk skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 17:05 Jens Lehmann hefur líkt og Dennis Aogo starfað í þýsku sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Getty/Alex Gottschalk Jens Lehmann, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur verið rekinn úr starfi hjá Herthu Berlín eftir rasísk skilaboð sem hann sendi Dennis Aogo. Aogo, sem er dökkur á hörund, er líkt og Lehmann fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands en starfar nú fyrir sjónvarpsstöðina Sky Sport í Þýskalandi. Lehmann sendi Dennis Aogo skilaboð, sem sennilega áttu að fara annað, þar sem stóð: „Er Dennis í raun kvótasvertinginn ykkar?“ Þannig gaf Lehmann í skyn að Aogo væri aðeins í sínu starfi í sjónvarpinu vegna þess að hann væri svartur. Aogo birti skjáskot af skilaboðunum á hringrás sinni á Instagram og skrifaði: „Vá, er þér alvara? Þessi skilaboð áttu líklega ekki að fara til mín.“ Lehmann sat í stjórn hjá Herthu sem fulltrúi fjárfestingafélagsins Tennor Holding en samningi hans við félagið var umsvifalaust rift. Werner Gegenbauer, forseti Herthu Berlínar, sagði: „Svona skrif eru á engan hátt í samræmi við þau gildi sem Hertha BSC stendur fyrir. Við höldum okkur fjarri öllu kynþáttaníði og fögnum ákvörðun Tennor Holding.“ Lehmann kvaðst á Twitter hafa beðið Aogo afsökunar. In einer privaten Nachricht von meinem Handy an Dennis Aogo ist ein Eindruck entstanden für den ich mich im Gespräch mit Dennis entschuldigt habe. Als ehemaliger Nationalspieler ist er sehr fachkundig und hat eine tolle Präsenz und bringt bei Sky Quote.— Jens Lehmann (@jenslehmann) May 5, 2021 Lehmann lék 200 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2011. Hann lék einnig með Schalke, AC Milan, Dortmund og Stuttgart, og á að baki 61 landsleik. Aogo, sem lék 12 landsleiki, lagði skóna á hilluna í fyrra og hafði þá spilað 340 leiki í efstu tveimur deildum Þýskalands. Hann lék lengst með Hamburg, árin 2008-2013. Þýski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjá meira
Aogo, sem er dökkur á hörund, er líkt og Lehmann fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands en starfar nú fyrir sjónvarpsstöðina Sky Sport í Þýskalandi. Lehmann sendi Dennis Aogo skilaboð, sem sennilega áttu að fara annað, þar sem stóð: „Er Dennis í raun kvótasvertinginn ykkar?“ Þannig gaf Lehmann í skyn að Aogo væri aðeins í sínu starfi í sjónvarpinu vegna þess að hann væri svartur. Aogo birti skjáskot af skilaboðunum á hringrás sinni á Instagram og skrifaði: „Vá, er þér alvara? Þessi skilaboð áttu líklega ekki að fara til mín.“ Lehmann sat í stjórn hjá Herthu sem fulltrúi fjárfestingafélagsins Tennor Holding en samningi hans við félagið var umsvifalaust rift. Werner Gegenbauer, forseti Herthu Berlínar, sagði: „Svona skrif eru á engan hátt í samræmi við þau gildi sem Hertha BSC stendur fyrir. Við höldum okkur fjarri öllu kynþáttaníði og fögnum ákvörðun Tennor Holding.“ Lehmann kvaðst á Twitter hafa beðið Aogo afsökunar. In einer privaten Nachricht von meinem Handy an Dennis Aogo ist ein Eindruck entstanden für den ich mich im Gespräch mit Dennis entschuldigt habe. Als ehemaliger Nationalspieler ist er sehr fachkundig und hat eine tolle Präsenz und bringt bei Sky Quote.— Jens Lehmann (@jenslehmann) May 5, 2021 Lehmann lék 200 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2011. Hann lék einnig með Schalke, AC Milan, Dortmund og Stuttgart, og á að baki 61 landsleik. Aogo, sem lék 12 landsleiki, lagði skóna á hilluna í fyrra og hafði þá spilað 340 leiki í efstu tveimur deildum Þýskalands. Hann lék lengst með Hamburg, árin 2008-2013.
Þýski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjá meira