Íslendingur leiðtogi „költs“ þar sem kynferðisleg orka er sögð ráða ríkjum Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 14:59 Guðni Halldór "Frater Ged" Guðnason er skólameistari Modern Mystery School. Modern Mystery School Íslendingurinn Guðni Halldór Guðnason, fæddur 1958, rekur að sögn fréttamiðilsins VICE hálfgerða svikamyllu sem heitir Modern Mystery School. Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna. Íslendingar erlendis Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna.
Íslendingar erlendis Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira