Fallbaráttufimmtudagur í Domino's deildinni: „Finnst við vera með betra lið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2021 13:01 Annað hvort Haukar eða Höttur geta fallið í kvöld. vísir/hulda margrét/vilhelm Það er sannkallaður fallbaráttufimmtudagur í Domino‘s deild karla í körfubolta í kvöld. Þá mætast fjögur neðstu liðin innbyrðis. Höttur sækir Hauka heim og ÍR tekur á móti Njarðvík. Höttur og Haukar eru í tveimur neðstu sætunum með tólf stig bæði tvö, tveimur stigum á eftir Njarðvík, sem er í 10. sætinu, og fjórum stigum á eftir ÍR sem er í 9. sætinu. Gríðarlega mikið er undir í leiknum í Ólafssal í kvöld en tapliðið fellur úr Domino‘s deildinni ef Njarðvík sigrar ÍR. „Við erum vel stemmdir og ætlum að mæta tilbúnir í leikinn. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Eysteinn Bjarni Ævarsson, leikmaður Hattar, í samtali við Vísi. Hattarmenn voru þá nýlentir í Reykjavík. Allt getur gerst „Við horfum á þetta eins og hvern annan leik og vera klárir. Ef við gerum það getur allt gerst. En við vitum hvað er undir.“ Eysteinn Bjarni Ævarsson er í lykilhlutverki hjá Hetti.vísir/vilhelm Eysteinn hefur ekki áhyggjur af því að mikilvægi leiksins og allt sem er undir í honum verði sligandi fyrir leikmenn. „Nei, nei. Viðar hefur talað um það við okkur að það er enginn meira stressaður fyrir þessum leik en einhverjum öðrum. Við mætum með hausinn á réttum stað,“ sagði Eysteinn. Höttur vann fyrri leikinn gegn Haukum, 90-84. „Við vitum að við getum unnið þetta lið og ef við mætum tilbúnir ætti það að ganga upp. En þeir eru með fínt lið og hafa bætt sig.“ Úrslitakeppnin okkar að byrja Emil Barja segir alla Haukamenn meðvitaða um mikilvægi leiksins sem þeir ætli að vinna. „Við nálgumst þennan leik eins og við séum að byrja úrslitakeppnina okkar. Við erum ekki stressaðir en spenntir og höfum undirbúið okkur vel. Ég reikna með að allir mæti klárir í þennan leik,“ sagði Emil. Emil Barja hefur leikið með Haukum allan sinn feril fyrir utan eitt tímabil í KR.vísir/hulda margrét Haukar unnu fyrstu þrjá leiki sína eftir síðasta hlé en töpuðu fyrir Val í síðustu umferð þrátt fyrir fína frammistöðu. Gangurinn í Haukaliðinu er því góður um þessar mundir og Sævaldur Bjarnason, sem tók við af Israel Martin, þykir hafa gert góða hluti. „Það urðu áherslubreytingar. Ekki að við höfum verið ósáttir með gamla þjálfarann okkar en við vorum fastir í því að tapa og það þurfti einhverjar breytingar. Við breyttum aðeins til, breyttum um æfingar og leikplan og það lyfti okkur upp. Um leið og við tókum fyrsta leikinn sáum við að við vorum miklu betri en við höfðum sýnt,“ sagði Emil. Héldum alltaf að þetta væri að koma Haukar ætluðu sér sannarlega ekki að vera í fallbaráttu í vetur og Emil segir að það hafi kannski tekið menn þar á bæ nokkurn tíma að sætta sig við hlutskipti sitt, að þeir þyrftu að berjast með kjafti og klóm fyrir verunni í Domino‘s deildinni. „Ætli það sé ekki bara góður punktur. Í allan vetur fannst manni eins og þetta væri að koma. En núna erum við hættir að hugsa um fortíðina og hugsum bara um þessa tvo leiki sem eru eftir,“ sagði Emil en í lokaumferðinni á mánudaginn sækja Hauka Þór Ak. heim. Á sama tíma tekur Höttur á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Sem fyrr sagði töpuðu Haukar fyrri leiknum gegn Hetti en það var fyrir fjórum mánuðum og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Maður býst ekki við að þeir komi hingað og leyfi okkur að taka sigur. Við þurfum að vinna fyrir sigrinum. Mér finnst við vera búnir að undirbúa okkur og finnst við vera með betra lið. En maður veit að þetta verður hörkuleikur. Þetta er bara leikur um að halda sér uppi. Þeir koma líka alveg brjálaðir í þennan leik,“ sagði Emil að endingu. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20:15 og verður sömuleiðis sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins verða svo gerðir upp í Domino‘s tilþrifunum klukkan 22:00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Höttur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Höttur og Haukar eru í tveimur neðstu sætunum með tólf stig bæði tvö, tveimur stigum á eftir Njarðvík, sem er í 10. sætinu, og fjórum stigum á eftir ÍR sem er í 9. sætinu. Gríðarlega mikið er undir í leiknum í Ólafssal í kvöld en tapliðið fellur úr Domino‘s deildinni ef Njarðvík sigrar ÍR. „Við erum vel stemmdir og ætlum að mæta tilbúnir í leikinn. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Eysteinn Bjarni Ævarsson, leikmaður Hattar, í samtali við Vísi. Hattarmenn voru þá nýlentir í Reykjavík. Allt getur gerst „Við horfum á þetta eins og hvern annan leik og vera klárir. Ef við gerum það getur allt gerst. En við vitum hvað er undir.“ Eysteinn Bjarni Ævarsson er í lykilhlutverki hjá Hetti.vísir/vilhelm Eysteinn hefur ekki áhyggjur af því að mikilvægi leiksins og allt sem er undir í honum verði sligandi fyrir leikmenn. „Nei, nei. Viðar hefur talað um það við okkur að það er enginn meira stressaður fyrir þessum leik en einhverjum öðrum. Við mætum með hausinn á réttum stað,“ sagði Eysteinn. Höttur vann fyrri leikinn gegn Haukum, 90-84. „Við vitum að við getum unnið þetta lið og ef við mætum tilbúnir ætti það að ganga upp. En þeir eru með fínt lið og hafa bætt sig.“ Úrslitakeppnin okkar að byrja Emil Barja segir alla Haukamenn meðvitaða um mikilvægi leiksins sem þeir ætli að vinna. „Við nálgumst þennan leik eins og við séum að byrja úrslitakeppnina okkar. Við erum ekki stressaðir en spenntir og höfum undirbúið okkur vel. Ég reikna með að allir mæti klárir í þennan leik,“ sagði Emil. Emil Barja hefur leikið með Haukum allan sinn feril fyrir utan eitt tímabil í KR.vísir/hulda margrét Haukar unnu fyrstu þrjá leiki sína eftir síðasta hlé en töpuðu fyrir Val í síðustu umferð þrátt fyrir fína frammistöðu. Gangurinn í Haukaliðinu er því góður um þessar mundir og Sævaldur Bjarnason, sem tók við af Israel Martin, þykir hafa gert góða hluti. „Það urðu áherslubreytingar. Ekki að við höfum verið ósáttir með gamla þjálfarann okkar en við vorum fastir í því að tapa og það þurfti einhverjar breytingar. Við breyttum aðeins til, breyttum um æfingar og leikplan og það lyfti okkur upp. Um leið og við tókum fyrsta leikinn sáum við að við vorum miklu betri en við höfðum sýnt,“ sagði Emil. Héldum alltaf að þetta væri að koma Haukar ætluðu sér sannarlega ekki að vera í fallbaráttu í vetur og Emil segir að það hafi kannski tekið menn þar á bæ nokkurn tíma að sætta sig við hlutskipti sitt, að þeir þyrftu að berjast með kjafti og klóm fyrir verunni í Domino‘s deildinni. „Ætli það sé ekki bara góður punktur. Í allan vetur fannst manni eins og þetta væri að koma. En núna erum við hættir að hugsa um fortíðina og hugsum bara um þessa tvo leiki sem eru eftir,“ sagði Emil en í lokaumferðinni á mánudaginn sækja Hauka Þór Ak. heim. Á sama tíma tekur Höttur á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Sem fyrr sagði töpuðu Haukar fyrri leiknum gegn Hetti en það var fyrir fjórum mánuðum og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Maður býst ekki við að þeir komi hingað og leyfi okkur að taka sigur. Við þurfum að vinna fyrir sigrinum. Mér finnst við vera búnir að undirbúa okkur og finnst við vera með betra lið. En maður veit að þetta verður hörkuleikur. Þetta er bara leikur um að halda sér uppi. Þeir koma líka alveg brjálaðir í þennan leik,“ sagði Emil að endingu. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20:15 og verður sömuleiðis sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins verða svo gerðir upp í Domino‘s tilþrifunum klukkan 22:00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Höttur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira