Konur rísa upp – aftur Drífa Snædal skrifar 7. maí 2021 14:30 Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. Í heimi vinnunnar verða konur fyrir áreitni og ofbeldi og nýjar sögur minna á hve langt við eigum í land. Öryggi á vinnustöðum snýst ekki bara um öryggisbúnað, heldur líka um andlegt og félagslegt öryggi og þar með varnir gegn ofbeldi og áreitni. Hér skal minnt á að hægt er að leita til stéttarfélaga eftir ráðgjöf vegna ofbeldis og áreitni á vinnustað. Enn er nóg til Í vikunni tók einhver pistlahöfundur að sér að útskýra landsföðurlega fyrir verkalýðshreyfingunni að það væri sannanlega ekki nóg til og því væri slagorð ASÍ „það er nóg til“ ekki sæmandi. Þessi rödd drukknaði hins vegar í öðrum fréttum af gríðarlegum hagnaði bankanna. Það eru hjáróma raddir sem telja að ekki sé hægt að gera betur í skiptingu gæða í samfélaginu og það er vaxandi óþol fyrir misskiptingu auðs. Við fáum reglulega áminningar um skekkjuna í samfélaginu og tvö nýleg dæmi sýna hana vel. Init, fyrirtæki sem þjónustar lífeyrissjóði og stéttarfélög, virðist mjólka félagslegar eignir launafólks með afar óeðlilegum hætti. Ég hef fullvissu fyrir því að óháð rannsókn verði gerð á framgangi og viðskiptum þessa fyrirtækis. Annað mál er einkavæðing hjúkrunarheimila á Akureyri, sem er væntanlega upptaktur að frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila. Fyrirtæki sem er í gróðarekstri (ekki sameignafélag eða félag án arðsemissjónarmiða) ætlar að reka hjúkrunarheimili og byrjar á því að lækka laun hjá nýráðnum. Það er ljóst að næstu kjarasamningar munu litast af þessari staðreynd. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirtæki muni sýna fram á hagnað og þá mun söngurinn heyrast um að einkaaðilar séu betur til þess fallnir að standa í rekstri en hið opinbera. En hvernig verður hagnaðinum náð? Leiða má líkum að því að þar verði eftirfarandi þættir ráðandi: lægri laun, minna menntað starfsfólk, skert þjónusta, reikningar sendir á ríkið þar sem hægt er o.s.frv. Við þurfum ekki að leita langt til að vita hvað er næst á dagskrá og ég veit ekki hversu margir þurfa að gera hryllileg mistök til að við sannmælumst um grundvallarstefnu: Gamalt fólk er ekki verslunarvara! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. Í heimi vinnunnar verða konur fyrir áreitni og ofbeldi og nýjar sögur minna á hve langt við eigum í land. Öryggi á vinnustöðum snýst ekki bara um öryggisbúnað, heldur líka um andlegt og félagslegt öryggi og þar með varnir gegn ofbeldi og áreitni. Hér skal minnt á að hægt er að leita til stéttarfélaga eftir ráðgjöf vegna ofbeldis og áreitni á vinnustað. Enn er nóg til Í vikunni tók einhver pistlahöfundur að sér að útskýra landsföðurlega fyrir verkalýðshreyfingunni að það væri sannanlega ekki nóg til og því væri slagorð ASÍ „það er nóg til“ ekki sæmandi. Þessi rödd drukknaði hins vegar í öðrum fréttum af gríðarlegum hagnaði bankanna. Það eru hjáróma raddir sem telja að ekki sé hægt að gera betur í skiptingu gæða í samfélaginu og það er vaxandi óþol fyrir misskiptingu auðs. Við fáum reglulega áminningar um skekkjuna í samfélaginu og tvö nýleg dæmi sýna hana vel. Init, fyrirtæki sem þjónustar lífeyrissjóði og stéttarfélög, virðist mjólka félagslegar eignir launafólks með afar óeðlilegum hætti. Ég hef fullvissu fyrir því að óháð rannsókn verði gerð á framgangi og viðskiptum þessa fyrirtækis. Annað mál er einkavæðing hjúkrunarheimila á Akureyri, sem er væntanlega upptaktur að frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila. Fyrirtæki sem er í gróðarekstri (ekki sameignafélag eða félag án arðsemissjónarmiða) ætlar að reka hjúkrunarheimili og byrjar á því að lækka laun hjá nýráðnum. Það er ljóst að næstu kjarasamningar munu litast af þessari staðreynd. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirtæki muni sýna fram á hagnað og þá mun söngurinn heyrast um að einkaaðilar séu betur til þess fallnir að standa í rekstri en hið opinbera. En hvernig verður hagnaðinum náð? Leiða má líkum að því að þar verði eftirfarandi þættir ráðandi: lægri laun, minna menntað starfsfólk, skert þjónusta, reikningar sendir á ríkið þar sem hægt er o.s.frv. Við þurfum ekki að leita langt til að vita hvað er næst á dagskrá og ég veit ekki hversu margir þurfa að gera hryllileg mistök til að við sannmælumst um grundvallarstefnu: Gamalt fólk er ekki verslunarvara! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun