Lífið

Óborganleg mistök í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það getur allt gerst í beinni útsendingu.
Það getur allt gerst í beinni útsendingu.

Eurovision hefst í næstu viku en fyrra undankvöldið verður 18. maí og það síðara þann 20. maí og þá stígur Daði Freyr og Gagnamagnið á sviðið í Rotterdam og flytja lagið 10 Years.

Úrslitakvöldið er síðan 22. maí. En í gegnum árin hafa oft komið upp allskonar mistök á sviðinu og það í beinni útsendingu. 

Stundum mistök í myndatöku, í atriðinu sjálfu eða hjá stigakynnum þjóðanna. YouTube-síðan Say Eurovision! hefur nú tekið saman fjölmörg spaugileg dæmi um slík mistök sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.