Ótímabært að fagna árangri í loftslagsmálum - Loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar dugir ekki Auður Önnu Magnúsdóttir, Árni Finnsson og Tinna Hallgrímsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:30 Opið bréf frá forsvarsfólki þriggja náttúruverndarsamtaka til: Forsætisráðherra, Katrínar JakobsdóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundar Inga GuðbrandssonarFjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna BenediktssonarSamgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Því miður er ljóst að þessi samdráttur er að litlu leyti árangur markvissra aðgerða stjórnvalda, heldur fyrst og fremst vegna fækkunar ferðamanna og minni fiskveiða. Sú grundvallarbreyting sem kallað hefur verið eftir lætur því bíða eftir sér. Ef ekki verður gagnger breyting á er ólíklegt að þessi, þó jákvæða, þróun á árinu 2019 verði varanleg. Við teljum því fullyrðingu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að ,,kyrrstaðan hafi verið rofin” algjörlega ótímabæra. Stjórnvöld verða að grípa til skilvirkari aðgerða en fram til þessa. Ekki einungis til að viðhalda samdrætti, heldur líka til að auka samdrátt. Til þess að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C þarf heimslosun að helmingast fyrir árið 2030. Íslendingar eru rík þjóð og hefur því bæði getu og ber siðferðislega skyldu til að taka á sig aukna ábyrgð. Stjórnvöld hafa sent frá sér óljós skilaboð um að ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðist við 55% samdrátt, í samfloti við aðildarríki ESB og Noreg, fyrir árið 2030. Samtökin krefjast þess að Ísland setji sér og lögfesti sjálfstætt, metnaðarfullt markmið líkt og önnur Norðurlönd hafa gert. Einnig þarf að setja magnbundna og tímasetta stefnu og aðgerðaáætlun um hvernig er hægt að ná því fyrir árið 2030. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað lýst því yfir að neyðarástand ríki í heiminum vegna loftslagsbreytinga og vegna eyðingar vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, hinni raunverulegu undirstöðu lífs á Jörðinni. Löngu tímabært er að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við í samræmi við það. Stjórnvöldum ber að tryggja viðunandi upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og gagnsæi um ákvarðanatöku og markmið í málaflokknum. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin leggi minni áherslu á að hampa eigin ágæti og meiri á að tryggja lýðræðislegt aðhald og þátttöku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri LandverndarÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsTinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Árni Finnsson Auður Önnu Magnúsdóttir Tinna Hallgrímsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Opið bréf frá forsvarsfólki þriggja náttúruverndarsamtaka til: Forsætisráðherra, Katrínar JakobsdóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundar Inga GuðbrandssonarFjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna BenediktssonarSamgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Því miður er ljóst að þessi samdráttur er að litlu leyti árangur markvissra aðgerða stjórnvalda, heldur fyrst og fremst vegna fækkunar ferðamanna og minni fiskveiða. Sú grundvallarbreyting sem kallað hefur verið eftir lætur því bíða eftir sér. Ef ekki verður gagnger breyting á er ólíklegt að þessi, þó jákvæða, þróun á árinu 2019 verði varanleg. Við teljum því fullyrðingu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að ,,kyrrstaðan hafi verið rofin” algjörlega ótímabæra. Stjórnvöld verða að grípa til skilvirkari aðgerða en fram til þessa. Ekki einungis til að viðhalda samdrætti, heldur líka til að auka samdrátt. Til þess að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C þarf heimslosun að helmingast fyrir árið 2030. Íslendingar eru rík þjóð og hefur því bæði getu og ber siðferðislega skyldu til að taka á sig aukna ábyrgð. Stjórnvöld hafa sent frá sér óljós skilaboð um að ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðist við 55% samdrátt, í samfloti við aðildarríki ESB og Noreg, fyrir árið 2030. Samtökin krefjast þess að Ísland setji sér og lögfesti sjálfstætt, metnaðarfullt markmið líkt og önnur Norðurlönd hafa gert. Einnig þarf að setja magnbundna og tímasetta stefnu og aðgerðaáætlun um hvernig er hægt að ná því fyrir árið 2030. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað lýst því yfir að neyðarástand ríki í heiminum vegna loftslagsbreytinga og vegna eyðingar vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, hinni raunverulegu undirstöðu lífs á Jörðinni. Löngu tímabært er að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við í samræmi við það. Stjórnvöldum ber að tryggja viðunandi upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og gagnsæi um ákvarðanatöku og markmið í málaflokknum. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin leggi minni áherslu á að hampa eigin ágæti og meiri á að tryggja lýðræðislegt aðhald og þátttöku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri LandverndarÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsTinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun